Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2015 11:00 Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu í Hlíðarhjalla í gær. Vísir/Vilhelm Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50
Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04