Enski boltinn

Hverjum er svona illa við Balotelli?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Varamaðurinn Mario Balotelli.
Varamaðurinn Mario Balotelli. Vísir/Getty
Mario Balotelli stóðst ekki freistinguna um að senda "falin" skilaboð eftir að hann fékk ekkert að spila í 2-0 sigri Liverpool á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mario Balotelli birti eftir leikinn mynd á Instagram af liðsfélögum sínum fagna marki á móti Burnley en Balotelli sat allan leikinn sem fastast á varamannabekknum.

"Einhverjum er illa við mig en ólíkt því sem sumir segja um mig þá er ég liðsmaður og ég er mjög stoltur af mínu liði, þessum sigri og okkar stuðningsmönnum. Höldum áfram svona. bravi ragazzi!!! YNWA !!!," skrifaði Mario Balotelli undir myndina sína.

Balotelli er þarna væntanlega að tala um Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool, en það veit þó enginn fyrir víst fyrr en nánari skýring kemur fram.

Þetta var þriðji deildarleikurinn í röð sem Balotelli fær ekki að spila en hann skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á Tottenham 10. febrúar síðastliðinn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Balotelli hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í tólf leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og hann hefur aðeins náð að skora einu sinni í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.


Tengdar fréttir

Neville hefur áhyggjur af góðri spilamennsku Liverpool

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur ársins, skrifaði pistil í The Telegraph um góða frammistöðu Liverpool í leiknum á móti Manchester City um síðustu helgi.

Rodgers bjóst við því að vera rekinn

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var alls ekki öruggur um framtíð sína hjá félaginu þegar verst gekk hjá liðinu fyrir áramót. Hann viðurkennir þetta í viðtali við Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×