Lífið

Hús Kjarvals til sölu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hús Jóhannesar Kjarvals, sem þykir hið glæsilegasta og var gjöf til hans frá íslensku þjóðinni, hefur verið sett á sölu.
Hús Jóhannesar Kjarvals, sem þykir hið glæsilegasta og var gjöf til hans frá íslensku þjóðinni, hefur verið sett á sölu. Samsett/Anton
Hús Jóhannesar Kjarval sem var gjöf til hans frá íslensku þjóðinni á sínum tíma hefur verið sett á sölu.

Húsið er við Sæbraut á sunnanverðu Seltjarnarnesi og þykir vera hið glæsilegasta. Húsið var hannað og byggt fyrir Jóhannes Kjarval listmálara og var gjöf til hans frá íslensku þjóðinni, en hann bjó reyndar aldrei í húsinu. Fasteignamatið er 130 milljónir.

Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson eignuðust húsið árið 1991. Í viðtali við Vísi frá því í fyrra sagði Ingunn söguna af því þegar Kjarval var afhent húsið sem byggt var á lóð í eigu Seðlabankans.

„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið.“

Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið sem er 442.7 fermetrar. Í húsinu eru stórar stofur, fallegt eldhús með arni, allt að sex herbergi, þrjú baðherbergi. Möguleiki á góðum vinnustofum. Stórar svalir út frá stofu með tengingu við garðinn og einstakt útsýni til sjávar.

Húsið er glæsilegt og skarar einstöku útsýni en sjá myndir af því hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Byrjuðum á að bretta upp ermarnar

Ingunn Benediktsdóttir glerlistakona og Högni Óskarsson geðlæknir hlutu nýlega viðurkenningu Seltjarnarnesbæjar fyrir endurbætur á Kjarvalshúsi og umhverfi að Sæbraut 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×