Menning

Hnotubrjóturinn sýndur í Eldborgarsal

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
St Petersburg Ballet og Sinfóníuhljómsveit íslands á æfingu í gær.
St Petersburg Ballet og Sinfóníuhljómsveit íslands á æfingu í gær. Vísir/Ernir
St. Petersburg Festival Ballet er kominn aftur í Hörpu og sýnir Hnotubrjótinn við tónlist Tsjaíkovskís, sem leikin er af Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Eldborgarsalnum klukkan 13 og 17 bæði í dag og á morgun. Stjórnandi er Sergey Fedoseev, Marius Petipa er danshöfundur og um búninga og umgjörð sér Vyacheslav Okunev.



Sýningin á Hnotubrjótnum mun vera sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur með St. Petersburg Festival Ballet sem samanstendur af fremstu listdönsurum St. Petersburg Ballet og dönsurum úr úrvals dansflokkum sem viðhalda hefðum St. Petersburg Ballet. Aðaldansararnir hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna en flokkurinn hefur ferðast til fjölmargra Evrópulanda frá því hann var stofnaður árið 2007.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×