Innlent

Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra

Birgir Olgeirsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu.

Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar.

„Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“

Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja.

Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð hættur

Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×