Grút mokað upp og síldin grafin Svavar Hávarðsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Við verkið eru nýttar nokkrar þungavinnuvélar; gámar, dráttarvélar og vagnar til flutninga. mynd/bjarni sigurbjörnsson Hreinsunarátak vegna síldardauðans hófst í Kolgrafafirði í gær. Takmarkið er að grafa dauða síld áður en hún grotnar og bætir á gríðarlegt magn af grút sem fyrir er. Grút verður mokað upp og hann fluttur til urðunar. Heimamenn annast verkið á kostnað stjórnvalda. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, hefur tekið þátt í að skipuleggja aðgerðir. Hann segir aðgerðina lúta að því að grafa hræ af dauðri síld í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og freista þess að hreinsa upp grút á sama stað og flytja hann til urðunar á viðurkenndum urðunarstað. Fyrst verður síldin grafin og svo reynt við grútarhreinsunina. Framkvæmd og stjórn er á hendi heimamanna en kostnaður er greiddur af stjórnvöldum, segir Helgi. Ekki er um að ræða hluta af verkefninu sem nýfarið er af stað og stjórnvöld lögðu sex milljónir króna til. Það verkefni snýr að vöktun en hreinsunin snýr að aðgerðaáætlun. „Eftir tvo daga metum við hvernig þetta hefur gengið og ákvörðun verður tekin um framhaldið," segir Helgi. Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í Kolgrafafirði, var við hreinsunarstörf í gær. „Þetta lítur alveg þokkalega vel út og mikið er gott að þetta hreinsunarstarf er hafið. Þetta tekur kúfinn af þessu hið minnsta," segir Bjarni. Bjarni er ekki sáttur við að eyða tíma í að flytja grút til urðunar í Fíflholti, [sorpmóttökustaður fyrir Vesturland]. Hann vildi nýta gamla námu á svæðinu. Hann hefur hins vegar skilning á ákvörðun Umhverfisstofnunar, þar sem nauðsynlegt sé að fara að lögum í þessari aðgerð þótt skammur tími sé til stefnu. Líffræðingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofu Vesturlands (NV) fóru í könnunarflug yfir Kolgrafafjörð og nágrenni á þriðjudag til að fylgjast með fuglalífi, og þá ekki síst til að leita hafarna sem vitað er að eru grútarblautir. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður NV, segir að flogið hafi verið yfir svæðið frá Stykkishólmi að Lárvaðli, við vestanverðan Grundarfjörð, í góðu veðri. „Í ferðinni sáum við 39 erni, langflesta við Urthvalafjörð [utanverðan Kolgrafafjörð], Hraunsfjörð og innanverðan Kolgrafafjörð. Nokkur grútarmengun var sjáanleg á yfirborði sjávar og dauð síld þakti botninn í nágrenni við Eiði. Mikill fjöldi fugla var á svæðinu eins og áður," segir Róbert. Í yfirlitsfluginu var ekki hægt að staðfesta grútarbleytu í neinum arnanna. „Margir flugu upp og virtust þungfleygir og settust eftir stutt flug en það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið blautir. Einhverjir gætu hafa verið í svipuðu ástandi og þeir sem sést hafa á síðustu dögum; blautir og þungfleygir en ekki orðnir alveg vanfærir." Eins og sagt hefur verið frá bárust NV fimm tilkynningar um grútarblauta erni á einum og sama deginum. „Þessi mikli fjöldi arna á svona litlu svæði er magnaður en vekur um leið áhyggjur í ljósi þess að þeir eru í talsverðri hættu á að komast í snertingu við grútinn," segir Róbert. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hreinsunarátak vegna síldardauðans hófst í Kolgrafafirði í gær. Takmarkið er að grafa dauða síld áður en hún grotnar og bætir á gríðarlegt magn af grút sem fyrir er. Grút verður mokað upp og hann fluttur til urðunar. Heimamenn annast verkið á kostnað stjórnvalda. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, hefur tekið þátt í að skipuleggja aðgerðir. Hann segir aðgerðina lúta að því að grafa hræ af dauðri síld í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og freista þess að hreinsa upp grút á sama stað og flytja hann til urðunar á viðurkenndum urðunarstað. Fyrst verður síldin grafin og svo reynt við grútarhreinsunina. Framkvæmd og stjórn er á hendi heimamanna en kostnaður er greiddur af stjórnvöldum, segir Helgi. Ekki er um að ræða hluta af verkefninu sem nýfarið er af stað og stjórnvöld lögðu sex milljónir króna til. Það verkefni snýr að vöktun en hreinsunin snýr að aðgerðaáætlun. „Eftir tvo daga metum við hvernig þetta hefur gengið og ákvörðun verður tekin um framhaldið," segir Helgi. Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í Kolgrafafirði, var við hreinsunarstörf í gær. „Þetta lítur alveg þokkalega vel út og mikið er gott að þetta hreinsunarstarf er hafið. Þetta tekur kúfinn af þessu hið minnsta," segir Bjarni. Bjarni er ekki sáttur við að eyða tíma í að flytja grút til urðunar í Fíflholti, [sorpmóttökustaður fyrir Vesturland]. Hann vildi nýta gamla námu á svæðinu. Hann hefur hins vegar skilning á ákvörðun Umhverfisstofnunar, þar sem nauðsynlegt sé að fara að lögum í þessari aðgerð þótt skammur tími sé til stefnu. Líffræðingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofu Vesturlands (NV) fóru í könnunarflug yfir Kolgrafafjörð og nágrenni á þriðjudag til að fylgjast með fuglalífi, og þá ekki síst til að leita hafarna sem vitað er að eru grútarblautir. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður NV, segir að flogið hafi verið yfir svæðið frá Stykkishólmi að Lárvaðli, við vestanverðan Grundarfjörð, í góðu veðri. „Í ferðinni sáum við 39 erni, langflesta við Urthvalafjörð [utanverðan Kolgrafafjörð], Hraunsfjörð og innanverðan Kolgrafafjörð. Nokkur grútarmengun var sjáanleg á yfirborði sjávar og dauð síld þakti botninn í nágrenni við Eiði. Mikill fjöldi fugla var á svæðinu eins og áður," segir Róbert. Í yfirlitsfluginu var ekki hægt að staðfesta grútarbleytu í neinum arnanna. „Margir flugu upp og virtust þungfleygir og settust eftir stutt flug en það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið blautir. Einhverjir gætu hafa verið í svipuðu ástandi og þeir sem sést hafa á síðustu dögum; blautir og þungfleygir en ekki orðnir alveg vanfærir." Eins og sagt hefur verið frá bárust NV fimm tilkynningar um grútarblauta erni á einum og sama deginum. „Þessi mikli fjöldi arna á svona litlu svæði er magnaður en vekur um leið áhyggjur í ljósi þess að þeir eru í talsverðri hættu á að komast í snertingu við grútinn," segir Róbert.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira