Gengu á rauđglóandi hrauni í tćpa viku

 
Innlent
19:31 29. SEPTEMBER 2014
Eins og sjá má, komust ljósmyndararnir heldur betur nálćgt gosinu.
Eins og sjá má, komust ljósmyndararnir heldur betur nálćgt gosinu. MYND/STEFÁN GUNNAR SVAVARSSON

„Við fórum alveg upp að rennslinu,“  segir Stefán Gunnar Svavarsson sem komst í návígi´við eldgosið í Holuhrauni í síðustu viku. Hann var þá atvinnuljósmyndurum frá meginlandi Evrópu til aðstoðar og fylgdi þeim upp að gosstöðvum og gisti þar tæpa í viku, aðeins um tveimur kílómetrum frá nýja hrauninu sem komið hefur upp í gosinu.


Stefán náđi tilkomumiklum myndum í ferđinni.
Stefán náđi tilkomumiklum myndum í ferđinni. MYND/STEFÁN GUNNAR SVAVARSSON

Nýir skór eftir túrinn
„Við vorum að labba á einhverri tíu sentímetra harðri skán og svo var bara rauðglóandi hraunið undir okkur,“ segir Stefán. Þeir kumpánar voru þó að sjálfsögðu með fréttamannapassa inn á svæðið og allar öryggisráðstafanir á hreinu.

„Þeir hafa ekki gert neitt annað í 25 ár en að ferðast um heiminn að taka myndir af svona eldgosum,“ segir Stefán. „Þeir tóku mig bara í kennslustund og sögðu mér hvernig ég átti að haga mér.“

Hópurinn var klyfjaður búnaði, súrefniskútum og gasmælum. Ekki veitir af, enda gasmengun í gosinu sú mesta sem mælst hefur frá upphafi. Fyrir utan mengað andrúmsloftið, þurftu ferðalangarnir einnig að gæta sín á grjótinu sem þeir gengu á. Nokkrum sinnum gætti Stefán ekki að því standa ekki of lengi á sama stað, með þeim afleiðingum að það kviknaði einfaldlega í skóm hans.

„Það eru bara nýir skór eftir túrinn,“ segir hann og hlær.


Fyrstir til að ganga á hrauninu?
Stefán tekur undir það að hann og ferðafélagar hans hljóti að vera með þeim allra fyrstu sem ganga á nýja hrauninu.

„Ég veit ekki um neinn sem hefur farið þarna, upp að þessum gíg,“ segir hann. Hann sneri aftur með rúmlega sjö hundruð ljósmyndir, sem hann hefur nú deilt á Facebook-síðu sinni.

„Þetta var lífsreynsla,“ segir Stefán. „Maður hefur gert margt klikkað um ævina, en þetta toppar það allt.“


Gengu á rauđglóandi hrauni í tćpa viku
MYND/STEFÁN GUNNAR SVAVARSSON


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Gengu á rauđglóandi hrauni í tćpa viku
Fara efst