Handbolti

Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dragan Gajić er markheppinn mjög.
Dragan Gajić er markheppinn mjög. vísir/afp
Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. Þessi frábæri örvhenti hornamaður skoraði alls 71 mark í níu leikjum, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Tuttugu og sjö af mörkunum hans komu af vítalínunni. Gajić nýtti skotin sín vel á mótinu en hann var með skotnýtingu upp á 76,3%.

Svartfellingurinn Žarko Marković, sem spilar með landsliði Katar, var í 2. sæti með 67 mörk, fjórum mörkum færri en Gajić. Þessi öfluga skytta skoraði 15 mörk úr vítaköstum en skotnýting hans var 52,8%.

Marković skorar eitt 67 marka sinna á HM.vísir/afp
Uwe Gensheimer, fyrirliði Þýskalands, var þriðji markahæsti leikmaður HM með 54 mörk, tveimur mörkum meira en Chile-maðurinn Rodrigo Salinas sem skoraði 52 mörk í aðeins sjö leikjum, eða 7,4 mörk að meðaltali í leik.

Kúbumaðurinn Rafael Capote, sem leikur, líkt og Marković, með landsliði Katar, var í 5. sæti á markalistanum með 48 mörk, Spánverjinn Valero Rivera var í 6. sæti með 47 mörk og Makedóninn Kiril Lazarov vermdi 7. sætið en hann skoraði 45 mörk í sex leikjum, eða 7,5 mörk að meðaltali í leik.

Guðjón Valur Sigurðsson var efstur íslensku leikmannanna á markalistanum. Landsliðsfyrirliðinn skoraði 31 mark í sex leikjum og var í 25.-29. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins.

Uwe Gensheimer var 3. markahæsti leikmaður HM á Katar.vísir/afp
Markahæstu leikmenn HM:

1. Dragan Gajić (SLóvenía) - 71 mark

2. Žarko Marković (Katar) - 67

3. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 54

4. Rodrigo Salinas (Chile) - 52

5. Rafael Capote (Katar) - 48

6. Valero Rivera (Spánn) - 47

7. Kiril Lazarov (Makedónía) - 45

8. Siarhei Rutenka (Hvíta-Rússland) - 43

9. Robert Weber (Austurríki) - 42

10. Ivan Čupić (Króatía) - 41

11. Mikkel Hansen (Danmörk) - 39

12. Federico Pizzaro (Argentína) - 37

13.-15. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 36

13.-15. Michaël Guigou (Frakkland) - 36

13.-15. Michael Jurecki (Pólland) - 36


Tengdar fréttir

Zvizej: Erfiðar áherslur dómara

Tveir Slóvenar fuku af velli í leiknum við Dani, línutröllið Matej Gaber í byrjun seinni hálfleiks fyrir að setja olnbogann þéttingsfast í Mads Christiansen og 5 mínútum síðar fauk annar línumaður af velli, Miha Zvizej sem sagði þetta í samtali við Vísi eftir leikinn.

Syprzak: Gáfum allt í leikinn

Leikmenn og þjálfarar pólska landsliðsins voru hæstánægðir eftir leikinn um bronsið á HM í Katar.

Syprzak tryggði Pólverjum bronsið

Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag.

Strlek: Vonandi spilum við betur á næsta móti

Hornamaðurinn, Manuel Strlek, lék aðeins síðustu mínúturnar þegar Króatar töpuðu fyrir Dönum í Lusail í kvöld. Hann skoraði þrjú mörk, þar af tvö síðustu mörk Króata.

Katar komið í úrslit á HM

Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.

Omeyer sá til þess að Frakkar komust í úrslit

Markvörðurinn ótrúlegi, Thierry Omeyer, lokaði marka Frakka í kvöld og sá til þess að þeir komust í úrslitaleik HM. Frakkland lagði þá Spán, 26-22, í svakalegum handboltaleik. Spánverjar verja því ekki titil sinn í Katar.

Skoraði 13 mörk úr 13 skotum

Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum.

Danir klófestu fimmta sætið

Stóðu af sér áhlaup Króata á lokamínútunum og enduðu þátttöku sína á HM í handbolta á jákvæðum nótum.

Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki

Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið.

Strobel: Landslið Katars eins og félagslið

Þýski landsliðsmaðurinn Martin Strobel segir að lið Katars sé með sterkan leikmannahóp og hafi spilað betur með hverjum leiknum á HM í handbolta.

Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik

Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×