Fleiri fréttir

Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum.

Hljómvangur: Merkileg tímamót

Þorleifur Hauksson skrifar

Foreldrar flytja heim frá Svíþjóð sumarið 1990 með þrjú börn. Miðbarnið er 8 ára drengur með Downs heilkenni. Hann er líkamlega og félagslega vel á sig kominn, glaður, tilfinninganæmur, félagslyndur, en skortir mál til að gera sig skiljanlegan öðrum en þeim sem þekkja hann náið. Við taka ófyrirséðir erfiðleikar við að tryggja þessu barni viðunandi þjónustu.

1.500 heimilislæknar í Hörpu

Þórarinn Ingólfsson skrifar

Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur.

Kaupfélag Þingeyinga

Jón Sigurðsson skrifar

Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma.

Betri þjónusta Strætó

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó.

Múrsteinar í sýndarveruleika

Sigurður Ragnarsson skrifar

We don't need no education fluttu Pink Floyd hér um árið í sínu frábæra lagi Another brick in the wall. Það er ekki tilefni orða minna að rýna sérstaklega í textann að öðru leyti en því að nám hefur þróast mikið síðan lagið kom út fyrir nálægt 40 árum og kannski hafa höfundar skipt um skoðun?

Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“

Þórarinn Hjartarson skrifar

Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi.

Fimm hundruð milljón kíló

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring.

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti

Pálmi Gunnarsson skrifar

Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum

Heilbrigð skynsemi, ráðherra

Gunnar Árnason skrifar

Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn.

Til hamingju Grunnskóli Seltjarnarness

Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar

Á meðan árangur íslenskra nemenda hefur í heild legið niður á við í PISA-könnunum undanfarinn áratug hefur árangur nemenda við Grunnskóla Seltjarnarness verið á uppleið og aldrei mælst betri en í nýjustu könnuninni, sem lögð var fyrir vorið 2015.

Vertu úti!

Magnús Guðmundsson skrifar

Bornir og barnfæddir Reykvíkingar hafa lengi haft þá trú að það sé gott að vera úti. Að ungabörn eigi að sofa síðdegisblundinn úti í kerru í svo gott sem öllum veðrum, að krakkar eigi að vera úti að leika sér eftir skóla

Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum.

Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki

Sölvi Blöndal skrifar

Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma.

"Mikið borði“

Torfi Tulinius skrifar

Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið "mikill borði“, orðtak úr máli farmanna.

Reikigjöldin heyra sögunni til

Ólafur Arnarson skrifar

Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi.

Voru þrælarnir auðlind?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.

Það er þess virði að elska

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt.

25 grömm

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það hvernig draga eigi úr sykurneyslu er pólitísk spurning. Það er í eðli sínu stjórnlynt viðhorf að skattleggja mat sem er óhollur í þeim tilgangi að draga úr neyslu á honum.

Skömmin er okkar

Benedikt Bóas skrifar

Það er svo gaman að fara á völlinn í Færeyjum. Þar er boðið upp á færeyskan bjór og þar er boðið upp á stemningu. Leikur Færeyja og Sviss á laugardag var svo mikil uppgötvun fyrir okkur félagana að við gátum ekki annað en skammast okkar fyrir hvernig KSÍ og fótboltasamfélagið er að gera hlutina hér á landi.

Undarlegir atburðir við þinglok

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Þegar mál eru "keyrð í gegn“ á lokaspretti þingstarfa er allt of algengt að það leiði til ýmiss konar mistaka við lagasetningu. Stundum eru það "tæknileg mistök“ sem þarf þá að laga síðar, jafnvel eftir ábendingar dómstóla. En stundum eru afgreidd mál sem eru óskynsamleg og líkleg til að vinna gegn markmiðunum sem þeim er ætlað að ná.

Afhjúpandi áætlun

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga.

Vopnavæðing

Magnús Guðmundsson skrifar

Markmið hryðjuverka hefur alltaf verið að valda ótta og sundrungu í samfélaginu. Að leitast við að koma í veg fyrir að fólk geti um frjálst höfuð strokið

„Féll og hélt velli“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Vinur minn Aðalgeir Arason hefur stundum ort slitrur um þjóðarleiðtoga þegar mikið hefur legið við, samanber hina alkunnu vísu um Khomeini erkiklerk sem hefst á línunni "Tehe- klerkur ræður -ran“ – eða Flóabardaga sem hefur fyrripartinn: "-ssein er heppinn Saddam Hú / siðum -hammeðs fylgir Mú-.“

Minna fúsk?

Birgir Hermannsson skrifar

Minna fúsk, meiri Björt framtíð! var slagorð Bjartrar framtíðar í síðustu kosningabaráttu.

Allt það sem er bannað?…

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Mikið erum við heppin. Við búum í friðsælu ríki þar sem flestir hafa það ágætt. Vissulega höfum við það misgott en hér ríkir a.m.k. friður og ákveðið frelsi auk þess sem grundvallarmannréttindi eru alla jafna virt.

Áfram Boot Camp!

Ívar Halldórsson skrifar

Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu!

Makleg málagjöld May

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Úrslit kosninganna í Bretlandi komu vægast sagt á óvart.

Galdurinn við beinar útsendingar

Logi Bergmann skrifar

Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosningunum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir einhverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held.

Costco og börnin

Óttar Guðmundsson skrifar

Sálfræðingum hefur fjölgað mikið enda kenna þrír háskólar í landinu um furður sálarlífsins. Mikill fengur er að þessu vel menntaða fólki sem er farið að láta að sér kveða á æ fleiri sviðum.

Upphefðin

Hörður Ægisson skrifar

Það er gömul saga og ný að á Íslandi kemur upphefðin ávallt að utan. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar fengu erlendir ráðgjafar stjórnvalda hátt í 400 milljónir í sinn hlut vegna vinnu við áætlun um afnám hafta 2014 og 2015. Greiðslur til helstu íslensku ráðgjafanna námu um 73 milljónum.

Darkness on the Edge of Town

Bergur Ebbi skrifar

Þessi pistill hefst í Ameríku í brúngulum 8. áratugnum. Ímyndið ykkur djúpa gula sjöu sem þið þekkið úr períódumyndum eins og Dazed and Confused eða Virgin Suicides; iðandi amerískt moskító-úthverfasumar með síðhærðum, hassreykjandi slakkerum í köflóttum seventís-skyrtum starandi á converse skó sína þar sem þeir lötra eftir heitum gangstéttum.

Merking(arleysi)

María Rún Bjarnadóttir skrifar

Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður.

Óstöðugleiki krónunnar vandamál

Ingólfur Bender skrifar

Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum.

Að auka ójöfnuð!

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er.

Setjum hjartað í málið

Bubbi Morthens skrifar

Yngsta dóttir mín – hún er 5 ára – hrópaði upp yfir sig öðru hvoru "oh my goodness“ þangað til ég sagði henni að prófa að hrópa "guð minn góður“ í staðinn. Og viti menn: það virkaði. Þegar henni er mikið niðri fyrir hrópar hún hátt og snjallt "guð minn góður“!

Sjá næstu 50 greinar