Fleiri fréttir

Dulbúið sælgæti

Pálmar Ragnarsson skrifar

"Varúð, þessi vara inniheldur mikið magn af viðbættum sykri.“

101 kvenréttindadagur

Kristín Ástgeirsdóttir skrifar

Kvenréttindadagurinn er runninn upp í 101. sinn. Það var 19. júní árið 1915 sem Danakonungur undirritað lögin sem veittu íslenskum konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 1916, lengi vel með fjáröflun til Landspítalasjóðsins en íslenskar konur ákváðu að safna fé til byggingar Landspítala í minningu kosningaréttarins.

Sakleysi fórnað

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Seint á síðustu öld var um árabil eftirminnilegur móttökustjóri í forsætisráðuneytinu, sem þá hýsti forsetaembættið líka. Hann var vel við aldur, bakari að iðn, lágur vexti, tággrannur, fágaður í fasi og vinalegur en fastur fyrir. Hans hlutverk var að bjóða gesti velkomna og láta þá sem ekki voru á skrá gera grein fyrir sér. Dagleg öryggisvarsla var á hans könnu þó að fleiri hafi verið kallaðir til þegar mikið lá við.

ISIS 1 – Ísland 0

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Það var laugardagskvöld, klukkan var ellefu og ég var á leið í háttinn. Úrill stóð ég inni á baði og burstaði í mér tennurnar. Áhyggjur af ókláruðum verkum sáðu sér eins og illgresi um hugann. Mjólkin var búin. Myndi kók út á Cheerios barnanna í fyrramálið hringja sjálfkrafa viðvörunarbjöllum hjá barnaverndaryfirvöldum?

Vanþakklátir Reykvíkingar

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Reykjavíkurborg hefur verið illa stjórnað á undanförnum árum. Fjármál borgarinnar í lamasessi, áherslur í húsnæðismálum hafa valdið efnahagslegu tjóni á landsvísu, holur og umferðartafir einkenna samgöngustefnuna og leik- og grunnskólar hafa mátt þola niðurskurð.

Að þekkja hvorki sverð né blóð

Þórlindur Kjartansson skrifar

Víðast hvar eru hersýningar ómissandi hluti af hátíðarhöldum sem tengjast frelsi og sjálfstæði þjóða. Þetta er í senn skiljanlegt og óhugnanlegt. Það er skiljanlegt að þjóðir vilji halda á lofti minningu þeirra sem hafa fallið í þágu þjóðar sinnar; en stöðug áminning um ógn ófriðarins og eyðileggingarmátt stríðstólanna er líka ískyggileg og ögrandi.

Í sjálfheldu sérhagsmuna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Ágætu þingmenn, við eigum í óþolandi samkeppni við keppinaut sem nýtur slíkra yfirburða að hann hefur lagt undir sig allan okkar markað, enda er framleiðslan á gjafverði. Þessi keppinautur er enginn annar en sólin sjálf. Beiðni okkar er því sú að þið lögbjóðið að byrgja skuli allar dyr, glugga, rifur, skráargöt og aðrar smugur,

Grá fyrir járnum

Líf Magneudóttir skrifar

Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref.

Að gera eitthvað

Hörður Ægisson skrifar

Ef marka má umræðuna mætti stundum ætla að hægt hefði verið að afstýra falli fjármálakerfisins 2008 ef viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi hefði verið aðskilin. Svo er auðvitað ekki.

Eigum við að hætta að nota hjólið?

Þórir Stephensen skrifar

Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að "dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það "dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið "framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans.

Útvíkkun valds

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Yfirlýsing Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hinn 8. júní síðastliðinn um sjálfstæða rannsókn hans á lögmæti ákvörðunar Alþingis um skipun dómara í Landsrétt var óvenjuleg.

Þúsundir allslausra í San Francisco

Þorvaldur Gylfason skrifar

Heimilisleysingjar eru nú algengari sjón á götum San Francisco en í öðrum bandarískum borgum, t.d. New York, Los Angeles og Chicago. Um þetta er að vísu engum óyggjandi staðtölum til að dreifa þar eð hagstofur halda engin gögn um heimilisleysingja, en blaðamenn vestra hafa birt margar greinar um málið undangengin misseri.

Íslenskt hugvit

Frosti Logason skrifar

Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli.

Grimmur húsbóndi

Bubbi Morthens skrifar

Bubbi Morthens fjallar um það þegar óttinn tekur völdin.

Þið eruð ekki velkomnar

Anna Tara Andrésdóttir skrifar

Tilefni þessara skrifa er grein Katrínar Helgu Andrésdóttur og gagnrýni sem hún hlaut í fésbókarstatus Loga Pedro Stefánssonar.

Alzheimer

Guðjón S. Brjánsson skrifar

Á síðustu dögum Alþingis var samþykkt með 63 greiddum atkvæðum þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ísland hefur til þessa verið eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa mótað heildstæða stefnu í málefnum fólks með þennan hrörnunarsjúkdóm og eina norræna ríkið.

Af hverju er kjörum öryrkja og aldraðra haldið niðri?

Björgvin Guðmundsson skrifar

Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum?

Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum.

Hljómvangur: Merkileg tímamót

Þorleifur Hauksson skrifar

Foreldrar flytja heim frá Svíþjóð sumarið 1990 með þrjú börn. Miðbarnið er 8 ára drengur með Downs heilkenni. Hann er líkamlega og félagslega vel á sig kominn, glaður, tilfinninganæmur, félagslyndur, en skortir mál til að gera sig skiljanlegan öðrum en þeim sem þekkja hann náið. Við taka ófyrirséðir erfiðleikar við að tryggja þessu barni viðunandi þjónustu.

1.500 heimilislæknar í Hörpu

Þórarinn Ingólfsson skrifar

Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur.

Kaupfélag Þingeyinga

Jón Sigurðsson skrifar

Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma.

Betri þjónusta Strætó

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó.

Múrsteinar í sýndarveruleika

Sigurður Ragnarsson skrifar

We don't need no education fluttu Pink Floyd hér um árið í sínu frábæra lagi Another brick in the wall. Það er ekki tilefni orða minna að rýna sérstaklega í textann að öðru leyti en því að nám hefur þróast mikið síðan lagið kom út fyrir nálægt 40 árum og kannski hafa höfundar skipt um skoðun?

Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“

Þórarinn Hjartarson skrifar

Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi.

Fimm hundruð milljón kíló

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring.

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti

Pálmi Gunnarsson skrifar

Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum

Heilbrigð skynsemi, ráðherra

Gunnar Árnason skrifar

Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn.

Til hamingju Grunnskóli Seltjarnarness

Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar

Á meðan árangur íslenskra nemenda hefur í heild legið niður á við í PISA-könnunum undanfarinn áratug hefur árangur nemenda við Grunnskóla Seltjarnarness verið á uppleið og aldrei mælst betri en í nýjustu könnuninni, sem lögð var fyrir vorið 2015.

Vertu úti!

Magnús Guðmundsson skrifar

Bornir og barnfæddir Reykvíkingar hafa lengi haft þá trú að það sé gott að vera úti. Að ungabörn eigi að sofa síðdegisblundinn úti í kerru í svo gott sem öllum veðrum, að krakkar eigi að vera úti að leika sér eftir skóla

Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum.

Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki

Sölvi Blöndal skrifar

Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma.

"Mikið borði“

Torfi Tulinius skrifar

Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið "mikill borði“, orðtak úr máli farmanna.

Reikigjöldin heyra sögunni til

Ólafur Arnarson skrifar

Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi.

Voru þrælarnir auðlind?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.

Það er þess virði að elska

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt.

25 grömm

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það hvernig draga eigi úr sykurneyslu er pólitísk spurning. Það er í eðli sínu stjórnlynt viðhorf að skattleggja mat sem er óhollur í þeim tilgangi að draga úr neyslu á honum.

Skömmin er okkar

Benedikt Bóas skrifar

Það er svo gaman að fara á völlinn í Færeyjum. Þar er boðið upp á færeyskan bjór og þar er boðið upp á stemningu. Leikur Færeyja og Sviss á laugardag var svo mikil uppgötvun fyrir okkur félagana að við gátum ekki annað en skammast okkar fyrir hvernig KSÍ og fótboltasamfélagið er að gera hlutina hér á landi.

Sjá næstu 50 greinar