Fleiri fréttir

Ferðamenn fjölmenna á Óperudraugana

Óperudraugarnir stíga á svið í Hörpu í þriðja sinn um áramótin. Gissur Páll Gissurarson hefur sungið með þeim í öll skiptin en með honum í þetta sinn verða Valgerður Guðna- dóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Elmar Gilbertsson sem syngur nú með í fyrsta skipti.

Ímynda mér að ég hafi leikið þetta áður

Auður Aradóttir dóttir Ilmar Kristjánsdóttir leikkonu, stígur sín fyrstu skref á fjölum leikhússins þar sem hún leikur Sölku Völku þegar hún er barn í sýningunni Salka Valka. Þess má geta að Ilmur var ólétt af Auði þegar hún sjálf fór með hlutverk Sölku fyrir tíu árum.

Nirfillinn

Árið 2009 skrifaði bandaríski hagfræðingurinn Joel Waldfogel bók gegn jólagjöfum. Hann benti á að gjafir væru í eðli sínu skelfileg leið til að ráðstafa auði, þar sem gefendur hefðu sjaldnast nægilega góða mynd af þörfum og löngunum þiggjendanna.

Ekkert hlutverk sem ég hef sungið jafnoft

Benedikt Kristjánsson tenór mun syngja hlutverk guðspjallamannsins í Jólaóratóríu Bachs sem flutt verður í Hallgrímskirkju undir vikulokin af Schola cantorum, Alþjóðlegu barokksveitinni og hópi einsöngvara.

Sama hlutverk í Sölku Völku 10 árum seinna

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer með hlutverk Sigurlínu í sýningunni Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta mun vera í annað skipti sem Halldóra leikur hlutverk Sigurlínu í sýningunni, sem byggð er á sögu Halldórs Laxness.

Frumsýna Óþelló tvisvar

Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum.

Ákveðin í því allan tímann að skrifa kerlingabók

Guðrúna Eva Mínervudóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Skegg Raspútíns. Þar fjallar hún um vináttu og samhljóm á milli sín og vinkonu sinnar Ljúbu í heimabæ þeirra, Hveragerði.

Mozart á ólíkum æviskeiðum

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í fjórum kirkjum nú á síðustu dögum fyrir jól og flytur ljúfa tónlist eftir Mozart.

Okkar mestu gersemar

Við erum eitt púsl í stóru púsluspili, segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sem telur mikilvægt fyrir Íslendinga að þekkja menningararf sinn. Innan safnsins er að finna hundruð þúsunda muna.

Drykkjuskólar íþróttafélaganna

Dansleikjafarganið hafði í raun minnst með íþróttastarf að gera, heldur var það birtingarmynd stefnu hins opinbera í áfengismálum.

Föst jólahefð í lífi margra að hlýða á barokkið

Jory Vinikour semballeikari stjórnar Kammersveit Reykjavíkur á árlegum jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Einn af fremstu semballeikurum heims mun stjórna tónleikunum og Kristinn Sigmundsson syngur með.

Að fást við búskapinn myndar svo mikil tengsl

Sváfnir Sveinbjarnarson fyrrverandi prófastur hefur skráð endurminningar sínar frá fyrri hluta ævinnar í bókinni Á meðan straumarnir sungu. Þar segir einkar skemmtilega frá áhugaverðu lífshlaupi, samferðafólki og veröld sem var.

Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016

Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg.

Ást í svartri framtíð

Leikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan varð mjög vinsælt þegar það var sett upp í London 2011. Síðan hefur það hlotið mörg verðlaun og verið sýnt víða um heim. Íslendingar fá að berja það augum í janúar með stórstjörnunum Heru Hilmarsdóttur og Þorvaldi Davíð Kristjánssyni í aðalhlutverkum.

Grét yfir bréfum frá konum

Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum.

Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina

Friðrik S. Kristinsson ætlaði að raddþjálfa Karlakór Reykjavíkur í einn mánuð en hefur nú stjórnað honum í 27 ár og verður með veldissprotann á aðventutónleikunum í Hallgrímskirkju á morgun og hinn.

Ég er vanur að fá smá klapp í lokin

Friðgeir Einarsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Stuttu eftir að frumsýna nýtt verk með leikhópnum Kriðpleir sendi hann frá sér sína fyrstu bók.

Versta viðtal sögunnar

Vilhjálmur II ákvað að fara í viðtal við breskt dagblað. Markmið keisarans var skýrt: að sannfæra Breta um hlýjan hug sinn til þeirra með því að hamra á fjölskyldutengslum sínum og minna á að sjálfur hefði hann setið dögum saman við rúmstokk Viktoríu ömmu sinnar þegar hún lá banaleguna.n Þau áform urðu að engu. Þess í stað tókst Vilhjálmi að móðga bæði landa sína og flestar helstu ríkisstjórnir og líta sjálfur út eins og fáráður.

Nei, það er ekki hægt

Halldór Ragnarsson myndlistarmaður opnaði sína elleftu einkasýningu í síðustu viku, en kveikjan var einkar forvitnileg og lýsandi fyrir stöðu allra myndlistarmanna á Íslandi.

Leiftursaga er gott orð

Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér ljóð, skáldsögur og leikrit en fer nú um slóðir örsögunnar með trompetleikara.

Er það ekki kynlegt...?

Sigurður Skúlason leikari er sjötugur í dag og í tilefni þess gefur hann út hljómdisk með flutningi sínum á ljóðum, sonnettum, eintölum, smásögu og líka fáeinum söngvum.

Í leit að sögunni

Bækur Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum og Geirmundar saga heljarskinns, hafa hrist hressilega upp í heimi norrænufræðinga með því að miðla sögunni til breiðs hóps lesenda af ástríðu og hugsjón.

Þess vegna er ég klökk

Hádegistónleikar til minningar um Berglindi Bjarnadóttur söngkonu (1957-1986) verða í Hafnarfjarðarkirkju á morgun. Vox feminae, Árórur og Kór Öldutúnsskóla koma fram.

Bólubasl prinsessunnar

Viggó I. Jónasson var að gefa út sína fyrstu bók, barnabókina Konungborna bólubaslið, ásamt teiknaranum Ara Yates. Bókin er skemmtilega myndskreytt saga af fagurri prinsessu sem er elskuð og dáð en er samt með stórt vandamál.

Fjölbreytnin er hluti af okkar sjálfsþurftarbúskap

Bjarni Harðarson rekur Bókaútgáfuna Sæmund og Bókakaffi á Selfossi sem hann segir að sé mikill bókabær. En Sæmundarmenn og -konur ætla að halda til höfuðborgarinnar annað kvöld og mála bæinn rauðan.

Hömlulausar listasmiðjur ungmenna á Akureyri

Fatahönnun, leiklist, myndlist og raftónlist eru liðir í hinni skapandi hátíð Hömlulaus 2016 sem ungmennum á Akureyri gefst kostur á að taka ókeypis þátt í næstu daga.

Sjá næstu 50 fréttir