Fleiri fréttir

Chelsea skoraði sex gegn Southampton

Chelsea var búið að tapa tveimur leikjum síðustu sex daga með markatölunni 7-2 en svöruðu heldur betur fyrir það í dag með því að gjörsigra Southampton 0-6 á St. Mary‘s vellinum.

Aftur tapar Arsenal

Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2.

Rangnick: Hefðum átt að skapa meira

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum niðurlútur eftir erfitt tap sinna manna gegn Everton í hádeginu í dag.

Frábær sigur Everton á Manchester United

Everton vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli. Lokatölur í leiknum urðu 1-0 fyrir heimamenn sem eru eftir sigurinn fjórum stigum frá fallsæti.

Alfons og félagar í flokk með Real Madríd

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt gerðu José Mourinho og lærisveinum hans í Róma enn einn grikkinn í gær er liðin mættust í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. 

„Voða sáttur með þig núna?“

Það eru ekki nema tíu dagar þar til að boltinn byrjar að rúlla í Bestu deild karla í fótbolta og áður en að því kemur mætast bestu lið síðustu leiktíðar, Víkingur R. og Breiðablik, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudag.

Aðstoðarmaður Mourinhos kærður vegna kverkataks í göngunum

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Bodö/Glimt hafa nú ákveðið að kæra Nuno Santos, markmannsþjálfara Roma, vegna árásar á Kjetil Knutsen, þjálfara norska liðsins, eftir 2-1 tap Roma í Noregi í gærkvöld. Atvikið náðist á myndband.

Þriggja ára bann fyrir niðrandi orð um sam­kyn­hneigða

Ungur stuðningsmaður Arsenal fær ekki að stíga fæti inn á knattspyrnuleikvang næstu þrjú árin eftir að hafa kallað niðrandi orð um samkynhneigða er Arsenal heimsótti Brighton & Hove Albion í október á síðasta ári.

Hamrarnir héldu út á heimavelli

West Ham og Lyon skildu jöfn er liðin mættust í áttaliða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld, en heimamenn í West Ham þurftu að leika allan síðari hálfleikinn manni færri.

Tíu leikmenn Frankfurt héldu út gegn Barcelona

Barcelona náði ekki að nýta sér liðsmuninn er liðið heimsótti Frankfurt í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin mætast á ný að viku liðinni á Spáni.

Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum.

Ron­aldo segir Roon­ey öfund­sjúkan

Cristiano Ronaldo hefur svarað ummælum sem Wayne Rooney lét falla fyrr í vikunni. Hann sagði þá að kaup Manchester United á Ronaldo hefðu ekki gengið upp.

Líkir Benzema við gott rauð­vín: „Verður bara betri með aldrinum“

Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri.

Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið.

Sjá næstu 50 fréttir