Fótbolti

Hannes fer upp um deild í þýska fótboltanum

Sindri Sverrisson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson með treyju Wacker sem hann mun að óbreyttu stýra næstu tvö árin.
Hannes Þ. Sigurðsson með treyju Wacker sem hann mun að óbreyttu stýra næstu tvö árin. wacker1930.de

Hannes Þ. Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Wacker frá Burghausen og mun taka við þjálfun liðsins í sumar.

Hannes færir sig því um set í Þýskalandi og upp um deild en Wacker leikur í D-deild og mun leika þar áfram á næstu leiktíð.

Samningur Hannesar við nýja félagið er til tveggja ára.

Hannes hefur síðustu ár stýrt Deisenhofen sem minnstu munaði að hann kæmi upp í D-deildina fyrir tveimur árum en liðið var svipt þeim möguleika vegna kórónuveirufaraldursins.

Hannes, sem er 38 ára, kom víða við sem leikmaður á sínum atvinnumannsferli og lék fótbolta á Íslandi, í Noregi, Englandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi, Kasakstan, Austurríki og Þýskalandi. Þá lék þessi sterkbyggði framherji 13 A-landsleiki.

Hannesi, sem tók við Deisenhofen árið 2018, er ætlað að stýra aðalliði Wacker og huga um leið að uppbyggingu unglingaakademíu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×