Fótbolti

Neita því að Abramo­vich sé að kaupa fé­lagið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ætli Abramovich kaupi félag eftir að hann hefur selt Chelsea?
Ætli Abramovich kaupi félag eftir að hann hefur selt Chelsea? AP Photo/Matt Dunham

Forráðamenn tyrkneska fótboltafélagsins Goztepe þvertaka fyrir það að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sé að kaupa liðið.

Á dögunum fór sá orðrómur á kreik að Abramovich – sem er enn eigandi Chelsea – væri að íhuga að kaupa tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Goztepe. Liðið er í bullandi fallbaráttu og hefur til að mynda tapað síðustu fimm leikjum sínum.

Ef Abramovich myndi festa kaup á liðinu og fylgja eigin fordæmi hjá Chelsea er nokkuð ljóst að liðið myndi stoppa stutt við í B-deildinni fari svo að það falli í vor. 

Nú hafa forráðamenn Goztepe hins vegar þvertekið fyrir það að Abramovich sé að festa kaup á félaginu. Samkvæmt fótboltavefnum Goal var Rússinn aldrei nálægt því einu sinni. Virðist sem orðrómarnir hafi verið úr lausu lofti gripnir.

Það samt sem áður ljóst að Roman hefur gríðarlegan áhuga á fótbolta og er talið að hann muni skoða að kaupa fótboltalið eftir að salan á Chelsea fer í gegn.


Tengdar fréttir

„Tími Abramovich hjá Chelsea hefur verið jákvæður“

Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, sagði á fréttamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun að fótboltaheimurinn ætti að muna eftir Roman Abramovich fyrir allt það góða sem hann hefur gert.

Abramovich bannaður frá enskum fótbolta

Enska úrvalsdeildin gaf út tilkynningu rétt í þessu að deildin hafi bannað Abramovich frá frekari aðkomu að deildinni sem stjórnandi Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×