Enski boltinn

Chris Wood tryggði Newcastle sigur gegn Úlfunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chris Wood skoraði eina mark leiksins í kvöld.
Chris Wood skoraði eina mark leiksins í kvöld. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

Chris Wood skoraði eina mark leiksins er Newcastle vann 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Wood hélt að hann hefði komið heimamönnum í forystu á 24. mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Það var ekki fyrr en að um tuttugu mínútur voru til leiksloka að það dró loksins til tíðinda. Jose Sa, markvörður Úlfanna, braut þá á Chris Wood innan vítateigs og vítaspyrnadæmd. Wood fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi og tryggði heimamönnum um leið sigurinn.

Niðurstaðan varð 1-0 sigur Newcastle og liðið situr nú í 14. sæti deildarinnar með 34 stig eftir 31 leik. Úlfarnir sitja hins vegar í áttunda sæti með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×