Fótbolti

Brassar vongóðir um að landa Guardiola og myndu borga svimandi há laun

Sindri Sverrisson skrifar
Ekki er ljóst hvað tekur við hjá Pep Guardiola árið 2023 en þá rennur núgildandi samningur hans við Manchester City út.
Ekki er ljóst hvað tekur við hjá Pep Guardiola árið 2023 en þá rennur núgildandi samningur hans við Manchester City út. Getty/James Gill

Forráðamenn brasilíska knattspyrnusambandsins eru vongóðir um að Pep Guardiola verði næsti landsliðsþjálfari Brasilíu, þegar valdatíma Tite lýkur eftir HM í lok þessa árs.

Þetta fullyrðir spænska blaðið Marca í dag.

Guardiola, sem er 51 árs, hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá árinu 2016 og hefur áður stýrt Bayern München og Barcelona.

Núgildandi samningur Guardiola við City rennur út á næsta ári og ætla Brasilíumenn að nýta sér það til að fá þjálfarann sigursæla til starfa, hvort sem það yrði strax í janúar eða um sumarið 2023.

Samkvæmt Marca hafa forkólfar brasilíska knattspyrnusambandsins þegar sett sig í samband við umboðsmanninn Pere Guardiola, bróður Peps.

Samræðurnar munu hafa gengið ágætlega og hugmyndin er sú að Guardiola fái 12 milljónir evra í árslaun eftir skatt, jafnvirði 1,7 milljarðs króna, en Marca segir hann fá 20 milljónir evra hjá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×