Fleiri fréttir

Guardiola sér ekki eftir Sancho

Manchester City mætir Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Jadon Sancho hefur verið að gera frábæra hluti með Dortmund eftir að hann kom þangað frá Manchester City árið 2017. Pep Guardiola segist ekki sjá eftir því að hafa misst Sancho.

Southampton fyrsta liðið í undanúrslit FA bikarsins

Southampton heimsótti granna sína í Bournemouth í FA bikarnum í dag. Bournemouth var eina B-deildar liðið sem eftir var í keppninni, en þeir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Úrvalsdeildarlið Southampton.

Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrra mark Darmstadt þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn Eintracht Braunschweig í þýsku annari deildinni.

Leeds goðsögnin Peter Lorimer látinn

Peter Lorimer, markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er látinn 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi.

Björn Bergmann dregur sig úr landsliðshópnum

Björn Bergmann Sigurðarson hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem spilar þrjá leiki í lok mánaðarins í undankeppni HM 2022. Greint var frá þessu á Twitter síðu KSÍ.

Bamford vonast til að spila á EM í sumar

Patrick Bamford skoraði eitt og lagði upp annað í sigri Leed gegn Fulham í gærkvöldi. Bamford hefur nú skorað 14 mörk í deildinni á þessu tímabili, en Harry Kane er eini enski framherjinn sem hefur skorað meira.

Óttast um Kane og Son: „Svona leikir hjálpa ekki“

Peter Crouch, fyrrum enskur landsliðsmaður, segir að tap Tottenham gegn Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni í gær hjálpi ekki félaginu í að halda leikmönnum eins og Harry Kane og Son Heung-min hjá félaginu.

Árni í Breiðablik

Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Breiðabliks. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

„Vorum skelfi­legir í fyrri hálf­leik“

Luke Shaw átti fínan leik í liði Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á San Siro í Mílanó og tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann sagði að leikmenn Man Utd hefðu verið skelfilegir í fyrri hálfleik.

Ný­liðarnir fá liðs­styrk frá Venesúela

Leiknir Reykjavík hefur samið Octavio Páez um að leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Páez kemur frá Venesúela og er samkvæmt Leikni fyrsti leikmaðurinn frá téðu landi til að leika í deildinni.

Arsenal á­fram þrátt fyrir tap

Arsenal er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-1 tap á gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Arsenal vann fyrri leik liðanna í Grikklandi 3-1 og er því komið áfram. Lokatölur einvígisins 3-1 lærisveinum Mikel Arteta í vil.

„Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM.

Segir fáránlegt að Viðar hafi ekki verið valinn

Síðasta hálfa árið eða svo hafa framherjarnir fjórir í nýjasta, íslenska landsliðshópnum í fótbolta skorað samtals eitt mark fyrir sín félagslið, en Viðar Örn Kjartansson skorað fjögur.

Sami hópur hjá Davíð Snorra og birtist á heimasíðu UEFA

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari 21 árs landsliðsins, opinberaði í dag hópinn sinn fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Þetta voru samt gamlar fréttir því UEFA birti hópinn á heimasíðu sinni á þriðjudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir