Arsenal á­fram þrátt fyrir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn átti ekki sinn besta leik fyrir Arsenal í kvöld.
Fyrirliðinn átti ekki sinn besta leik fyrir Arsenal í kvöld. EPA-EFE/ANDY RAIN

Arsenal áfram þrátt fyrir tap

Arsenal er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-1 tap á gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Arsenal vann fyrri leik liðanna í Grikklandi 3-1 og er því komið áfram. Lokatölur einvígisins 3-1 lærisveinum Mikel Arteta í vil.

Youssef El Arabi fékk besta færi gestanna í fyrri hálfleik þegar hann slapp einn í gegn eftir langa spyrnu markvarðar liðsins. Bernd Leno varði fínt skot El Arabi og staðan enn markalaus.

Pierre-Emerick Aubameyang fékk svo dauðafæri stuttu síðar en hitti ekki markið. Pepe fékk svo fínt færi en allt kom fyrir ekki og staðan því markalaus í hálfleik. El Arabi kom gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik og gestirnir komnir inn í einvígið.

Aftur fékk Aubameyang frábært færi og aftur hitti hann ekki markið. Ousseynou Ba fékk svo tvö gul á tveimur mínútum, það síðara fyrir að kýla boltann í burtu eftir að hafa brotið af sér. Gestirnir því manni færri síðustu tíu mínútur leiksins.

Þrátt fyrir það þá reyndi liðið að sækja jöfnunarmark en að það gekk ekki upp. Lokatölur 1-0 gestunum frá Grikklandi í vil og Arsenal því komið áfram í 8-liða úrslit ásamt Granada og Roma. 

Dregið verður í 8-liða úrslitin í hádeginu á morgun. Drátturinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira