Fótbolti

„Vorum skelfi­legir í fyrri hálf­leik“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luke Shaw í kvöld.
Luke Shaw í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Luke Shaw átti fínan leik í liði Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á San Siro í Mílanó og tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann sagði að leikmenn Man Utd hefðu verið skelfilegir í fyrri hálfleik.

Shaw ræddi við BT Sport eftir leik og talaði hreint út.

„Augljóslega erum við ánægðir með að vera komnir áfram en ég skal vera hreinskilinn, leikmennirnir og starfsfólkið væru sammála, við vorum alls ekki nægilega góðir. Sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum skelfilegir.“

„Fyrstu 10-15 mínúturnar, við byrjuðum vel, héldum boltanum en það var eins og það hefði verið slökkt á okkur, gáfum boltann ítrekað frá okkur og buðum hættunni heim. Vorum heppnir.“

„Það hjálpar alltaf að hafa heimsklassa leikmenn á borð við Paul Pogba, hann gerði gæfumuninn í kvöld. En við vitum að við verðum að vera betri en við vorum í kvöld.“

„Þetta var góður sigur og það er jákvætt að við erum komnir áfram. Við eigum leikmenn inni sem eru að koma til baka úr meiðslum og hópurinn lítur betur út,“ sagði Luke Shaw að lokum við BT Sport að loknum 1-0 sigri Manchester United á AC Milan í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×