Fótbolti

Þýski hópurinn sem mætir Íslandi á fimmtudag

Sindri Sverrisson skrifar
Toni Kroos, Ilkay Gündogan, Leo Goretzka og Timo Werner eru allir í þýska hópnum.
Toni Kroos, Ilkay Gündogan, Leo Goretzka og Timo Werner eru allir í þýska hópnum. Getty/Erwin Spek

Þjóðverjar verða með flestar af sínum helstu stjörnum í hópnum sem mætir Íslandi í fyrsta leik í undankeppni HM karla í fótbolta á fimmtudaginn.

Joachim Löw tilkynnti hópinn sinn í dag en í gær varð ljóst að leikmenn sem spila á Englandi mættu taka þátt í leiknum, þrátt fyrir sóttvarnareglur í Þýskalandi.

Þess vegna eru Ilkay Gündogan, Timo Werner, Kai Havertz, Antonio Rüdiger og Bernd Leno allir í þýska hópnum.

Þýski hópurinn er svona skipaður:

Þýski hópurinn sem mætir Íslandi, Rúmeníu og Norður-Makedóníu.

Þríeykið úr Dortmund, þeir Marco Reus, Julian Draxler og Julian Brandt, eru ekki með. Reus og Draxler eru meiddir, sem og Thilo Kehrer úr PSG.

Eins og áður hefur komið fram gefur Löw ungstirnunum Jamal Musiala úr Bayern München og Florian Wirtz úr Leverkusen nú tækifæri til að sanna sig í landsliðshópnum. Amin Younes úr Frankfurt fær einnig tækifæri.

Ísland og Þýskaland mætast í Duisburg næsta fimmtudagskvöld. Þjóðverjar mæta svo Rúmeníu 28. mars og Norður-Makedóníu 31. mars, en Ísland mætir Armeníu og Liechtenstein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×