Fleiri fréttir

Tíu látnir eftir skriðu í nágrenni Ríó

Tíu létust og ellefu særðust í skriðu í nágrenni Rio De Janeiro í dag. Yfirvöld hafa greint frá því að vegna mikilla rigninga í dag og í gær hafi stórgrýti losnað úr hlíð við Boa Esperanca hverfið í borginni Niteroi.

Tólf látnir eftir skyndiflóð í Jórdaníu

Eftir miklar rigningar í arabíska konungsríkinu Jórdaníu hafa tólf látist í skyndiflóðum víðsvegar um landið. Ferðamönnum í fornu borginni Petru var bjargað þegar byrjaði að flæða þar.

Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu

Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð.

Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi

Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi.

Lærðu ýmislegt af kosningunum

Vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar fyrir forsetakosningarnar 2020 geta þeir dregið lærdóm af nýyfirstöðnum miðkjörtímabilskosningum. Fréttablaðið lítur yfir helstu lexíurnar, líklega forsetaframbjóðendur Demókrata árið 2020

Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra

Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin

Áfram í fangelsi vegna Facebook-ummæla

Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta "rasshaus“ á síðasta ári.

Notaði samfélagsmiðla á meðan árásinni stóð

Árásarmaðurinn sem skaut 12 til bana síðastliðinn miðvikudag notaði samfélagsmiðla á meðan að árásin stóð yfir. Hann skrifaði meðal annars um andlegt ástand sitt og efaðist um hvort að fólk myndi trúa því að hann væri heill á geði.

Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu

Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd.

Hundruðir halda áfram ferð sinni að landamærunum

Um fimm hundruð flóttamanna héldu í dag frá Mexíkóborg í átt að landamærum Bandaríkjanna. Þúsundir bíða enn færis til þess að komast yfir. Hópurinn byrjaði á því að taka neðanjarðarlest nyrst í borgina og fóru svo gangandi með fram hraðbraut í lögreglufylgd.

Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit

Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit.

Maður gekk berserksgang í miðborg Melbourne

Karlmaður stakk þrjá vegfarendur í miðborg Melbourne. Einn er látinn og annar er sagður þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn liggur einnig særður á sjúkrahúsi eftir að lögreglumenn skutu hann.

Breytt veður leiðir hvalina af leið

Kanadamenn velta því nú fyrir sér hvort hvalir séu að breyta ferðavenjum vegna loftslagsbreytinga, að því er grænlenska útvarpið segir.

Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu

Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi.

Leit lögreglu talin lögbrot

Lagaprófessor við Háskólann í Björgvin í Noregi telur að heimsókn lögreglu með fíkniefnahund í framhaldsskóla nýverið hafi verið lögbrot.

Meira til Jemens

Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.

Tugþúsundir flýja skógarelda í Kaliforníu

Yfirvöld í norðurhluta Kaliforníu-ríkis í Bandaríkjunum hafa skipað tugþúsund íbúa ríkisins að að flýja skógarelda sem fara hratt yfir. Sumir þurfti beinlínis að aka í gegnum eldtungurnar til þess að komast í burtu.

Eyðsluklóin í Harrods gengur laus að nýju

Konu að nafni Zamira Haiyeva, sem er fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu eftir að hún var handtekin í Lundúnum í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan.

Sjá næstu 50 fréttir