Erlent

Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Margir hafa minnst Khashoggis og margt er enn á óljósu þegar kemur að þessu máli.
Margir hafa minnst Khashoggis og margt er enn á óljósu þegar kemur að þessu máli. EPA/ERDEM SAHIN
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar viti hvert hafi myrt Khashoggi.

Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda þann 2. október síðastliðinn og segja tyrknesk yfirvöld að morðið hafi verið þaulskipulagt af yfirvöldum í Sádi-Arabíu, en Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu.

Í síðustu viku sögðu Tyrkir að Khashoggi hefði verið kyrktur um leið og hann kom inn í sendiráðið og lík hans svo bútað niður. Ekkert lík hefur fundist og segja Tyrknesk yfirvöld að það hafi verið leyst upp með sýru og losað sig svo við það í niðurfall. Tyrkir hafa samt ekki sakað Sádi Araba um morðið opinberlega.

 


Tengdar fréttir

Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi

„Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz.

Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“

Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×