Fleiri fréttir

Hvergi af baki dottinn

Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug.

Segir Norður-Kóreu eiga langt í land

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Zombie Boy er látinn

Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri.

Mennirnir sem enginn vill fá heim

Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir.

Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti

Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt.

Mannskæð hitabylgja

Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins.

Lækkuðu einkunnir kvenna

Læknaháskólinn í Tókýó hefur orðið uppvís að því að lækka einkunnir kvenna sem voru að reyna að komast inn í skólann.

Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku

Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn.

ISIS-liðar felldir af Ísrael og Jórdaníu

Yfirvöld Ísrael og Jórdaníu segja að vígamenn Íslamska ríkisins sem flúið hafi sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átt að landamærum ríkjanna hafi verið felldir.

Leiktækin hans Ratcliffes

Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta.

Í mál við yfirvöld vegna eldanna

Yfirvöld, slökkvilið, almannavarnir og lögregla sökuð um alvarlega vanrækslu og manndráp af gáleysi. Skógar­eldarnir á Attíkuskaga kostuðu að minnsta kosti 92 lífið. Lögregla beindi ökumönnum í veg fyrir eldinn.

Prenta ekki byssur strax

Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu.

Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja

Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt.

Sjá næstu 50 fréttir