Erlent

Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas

Samúel Karl Ólason skrifar
Paddock skaut út þennan glugga á tónleikagesti hinu megin við götuna.
Paddock skaut út þennan glugga á tónleikagesti hinu megin við götuna. Vísir/AP
Eftir tíu mánaða rannsókn hefur lögreglunni í Las Vegas ekki tekist að komast að því af hverju hinn 64 ára gamli Stephen Paddock skaut 58 manns til bana og særði 413. Lögreglan gaf í gærkvöldi út skýrslu og lögreglustjórinn, Joe Lombardo, sagði hana „svara hver, hvað, hvenær, hvar og hvernig“.



„Það sem við höfum ekki geta svarað er: Af hverju framdi Stephen Paddock þennan glæp?“ sagði Lombardo. Engin tengslu fundust á milli Paddock og nokkurra hryðjuverkasamtaka og þykir ljóst að hann hafi framið einn komið að ódæðinu.

Lombardo sagði þó að persónulega myndi hann skilgreina þetta sem hryðjuverk.

Lombardo lýsti Paddock sem óeftirtektarverðum manni en sagði hann hafa átt við geðræn vandamál að stríða, samkvæmt fjölskyldu hans. Bróðir hans sagðist telja að Paddock hefði framið ódæðið vegna þess að hann hefði gert allt sem hann langaði til að gera og leiddist einfaldlega. Markmiðið hefði verið að vera þekktur fyrir háa tölu látinna í árásinni.

Annar bróðir hans sagði Paddock hafa verið taugaveiklaðan og hann hefði ekki séð heiminn í réttu ljósi. Sömuleiðis var rætt við lækni hans sem sagðist telja að hann hefði verið með geðhvörf en hann hefði neitað að leita sér lækninga.

Hér að neðan má sjá myndband úr vestisvél lögregluþjóns þar sem þeir fundu Paddock látinn í hótelherbergi hans. Sömuleiðis fundu þeir fjölda vopna.


Tengdar fréttir

Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir

Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs.

Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas

Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×