Erlent

Páfinn segir dauðarefsingu aldrei eiga rétt á sér

Atli Ísleifsson skrifar
Kaþólska kirkjan mun nú vinna að því afnema dauðarefsingar í öllum ríkjum heims.
Kaþólska kirkjan mun nú vinna að því afnema dauðarefsingar í öllum ríkjum heims. Vísir/EPA
Frans páfi segir að dauðarefsing eigi aldrei rétt á sér þar sem slík refsing sé „árás á friðhelgi og heiður mannsins“. Þessi orð páfa koma fram í yfirlýsingu frá Páfagarði í dag. Um er að ræða meiriháttar stefnubreytingu hjá rómversk-kaþólsku kirkjunni.

New York Times segir að Frans páfi hafi nú bætt þessari skoðun við í spurningakveri rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Áður hefur rómversk kaþólska kirkjan verið á þeirri línu að dauðarefsing sé heimil í undantekningartilvikum.

Frans páfi hefur áður gagnrýnt slíkar refsingar, en í yfirlýsingunni kemur fram að kirkjan muni nú vinna að því afnema dauðarefsingar í öllum ríkjum heims.

Rómversk-kaþólska kirkjan er fjölmennasta kirkja heims, en páfi er andlegur leiðtogi um 1,2 milljarða kaþólikka um heim allan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×