Erlent

Tuttugu látnir eftir árás í afganskri mosku

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkamenn ISIS hafa staðið fyrir fjölda árása í Afganistan á síðustu mánuðum.
Hryðjuverkamenn ISIS hafa staðið fyrir fjölda árása í Afganistan á síðustu mánuðum. Vísir/EPA
Tuttugu manns hið minnsta eru látnir eftir að sjálfsvígssprengjuárás var gerð í mosku í afgönsku borginni Gardez í Paktia-héraði, í morgun.

Árásin var gerð í mosku sjítamúslíma þar sem fjölmenni var við föstudagsbæn.

Lögreglustjóri héraðsins staðfestir í samtali við AFP að árásin hafi átt sér stað. „Við erum með um tuttugu látna og um fimmtíu særða,“ segir Raz Mohammad Mandozai, lögreglustjóri héraðsins. Líklegt er talið að tala látinna komi til með að hækka.

Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa framkvæmt fjölda árása í afgönskum borgum á síðustu mánuðum.

Gardez er um hundrað kílómetrum suður af höfuðborginni Kabúl.

Uppfært 15:48:

Í frétt BBC kemur fram að 29 hafi látið lífið og rúmlega áttatíu særst. Tveir búrkuklæddir menn, vopnaðir skotvopnum og sprengjum hafi framkvæmt árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×