Fleiri fréttir

Vilja losna við forsetann

Þingmenn í Suður-Afríku munu greiða nafnlaust atkvæði um vantrauststillögu á Jacob Zuma, forseta landsins.

Tyrknesku pari var synjað um bráðaaðstoð

Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í síðustu viku beiðni tveggja Tyrkja um að hlutast til um að þau verði leyst úr haldi tyrkneskra stjórnvalda, vegna bráðrar lífshættu.

Ætla að hefna sín á Bandaríkjamönnum

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hugsa Bandaríkjamönnum þegjandi þörfina fyrir að hafa stuðlað að nýjum viðskiptaþvingunum. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þvinganirnar á laugardaginn. Samstaða um aðgerðirnar á meðal annarra ríkja.

New York Times skotspónn bandarískra byssueigenda

Myndband byssusamtakanna NRA með ofbeldisfullu myndmáli í garð New York Times hefur vakið athygli og ugg margra. Í því segir þekkt íhaldskona að samtökin ætli að "ná til“ New York Times.

Eggjaskandall beggja vegna Ermarsunds

Á annað hundrað eggjabúa í Hollandi hefur verið lokað eftir að eiturefni fannst í eggjum þaðan. Bresk yfirvöld kanna nú hvernig eggin gátu borist þangað en þau hafa einnig fundist í Frakklandi.

Slökkviliðsmenn sakaðir um að kveikja elda

Fimmtán slökkviliðsmenn á Sikiley kveiktu elda og lugu til um aðra til að fá greitt fyrir að slökkva þá. Foringi þeirra hefur verið hnepptur í stofufangelsi.

Eldur rakinn til klæðningar

Eldur braust út í einu hæsta húsi heims í Dúbaí, aðfaranótt föstudagsins. Eldfim klæðning hússins er talin vera ein orsök eldsvoðans. Íbúum var vísað frá heimilum sínum og götum í nágrenninu var lokað.

New Yorker birtir upptöku af fúkyrðaflaumi Scaramucci

Samskiptastjóri Hvíta hússins var látinn taka poka sinn eftir að hann jós úr reiðiskálum sínum með fúkyrðum við blaðamann New Yorker í síðustu viku. Tímaritið hefur birt upptöku af hluta samtals þeirra.

Apple gæti vikið fyrir Huawei

Tæknifyrirtækið Apple gæti vikið fyrir kínverska framleiðandanum Huawei sem annar stærsti snjallsímaframleiðandi heims á næstu misserum.

Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda

Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa.

UNESCO vill byggja Gömlu borgina í Aleppó upp eftir teikningum

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina.

Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan

Bandaríkjaforseti skrifaði ósáttur undir nýjar þvinganir gegn Rússum. Fulltrúadeild þingsins beri ábyrgð á versnandi sambandi við Rússland. Forsætisráðherra Rússa segir þvinganirnar algjöra stríðsyfirlýsingu.

Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela

Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn.

Eldur logar í Kyndlinum

Slökkviliðsmenn í Dúbaí glíma nú við eldsvoða í skýjakljúfinum Kyndlinum. Búið er að rýma háhýsið.

Sjá næstu 50 fréttir