Fleiri fréttir

Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit

Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins.

Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 

Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu

Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Starfs­maður Eflingar og frænka Sól­veigar sakar stjórnina um hræsni

„Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“

Arna Dögg nýr yfir­læknir líknar­lækninga

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi.

Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga

Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur.

Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni.

Vann 40 milljónir króna

Einn heppinn miðaeigandi vann 40 milljónir króna í Happdrætti Háskólans þegar dregið var í kvöld. Potturinn í Milljónaveltunni svokölluðu var fjórfaldur að þessu sinni og fékk eigandinn því 40 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.

Píratar kynna lista: Dóra Björt leiðir Pírata í borginni

Píratar í Reykjavík kynntu í dag framboðslista sinn til borgarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 14.maí 2022. Í samræmi við úrslit prófkjörs Pírata eru það sitjandi borgarfulltrúar flokksins, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem, sem skipa efstu tvö sætin.

Nýjar upp­lýsingar um banka­söluna stað­festi það sem óttast var

Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd.

„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“

Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum.

Fylgi hrynur af stjórnarflokkum eftir bankasölu og Búnaðarþing

Fylgi hefur hrunið af stjórnarflokkunum eftir að umræða um Búnaðarþingsmálið og söluna á Íslandsbanka komst í hámæli. Stjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað um átta prósentustiga fylgi á örfáum dögum. Á sama tíma hefur fylgi Pírata og Samfylkingar stóraukist.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikill kostnaður fylgir hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö. Forseti ASÍ hvetur félagið til að draga ákvörðunina til baka.

Stefnir í úrkomumet í Reykjavík

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921.

Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins.

Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra.

Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín

Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. 

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug

Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu.

Aldrei fleiri sótt um hæli

Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu.

„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 

Gamli turninn á Lækjar­torgi fær nýtt hlut­verk

Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum.

Stöðva fram­kvæmdir við Suður­lands­veg vegna kæru Waldorfskólans

Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga

Fleiri með réttarstöðu sakbornings

Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum.

Fram­sóknar­flokkurinn ráð­gáta að mati stjórn­mála­fræðings

Eftir yfirlýsingar Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farin var við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera þar ábyrgð, er komin upp krísa á stjórnarheimilinu.

RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi

Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu.

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn.

Sjá næstu 50 fréttir