Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkisstjórn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Á­rekstur á Reykja­nes­braut

Tilkynning barst um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut nærri Straumsvík á fimmta tímanum í dag og var einn minniháttar slasaður fluttur á slysadeild til athugunar. Sjúkrabíll, lögregla og dælubíll fóru á staðinn og olli slysið nokkrum umferðartöfum. 

Sinubruni í Grafarvogi

Sinubruni logar neðan við Húsahverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Ekki er um umfangsmikinn bruna að ræða og vel gengur að ná tökum á eldinum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka.

Haraldur Rafn leiðir Pírata í Hafnarfirði

Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti listans er Hildur Björg Vilhjálmsdóttir náms- og starfsráðgjafi. 

Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum

Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi.

Fær hálfa milljón í bætur vegna upp­sagnarinnar

Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti.

„Hvernig af­hendirðu lík fyrir mis­tök?“

Börn manns, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að bana móður þeirra og eiginkonu hans, segja lögreglu hafa mistekist að halda utan um fjölskylduna eftir að móðir þeirra lést. Þau hafa sent inn kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna rannsóknarinnar.

Íslensk frelsishetja fallin frá

Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi er allur 92 ára að aldri en hann andaðist á föstudaginn.

Við­skipta­ráð­herra segist hafa gagn­rýnt á­form í nefnd með for­sætis- og fjár­mála­ráð­herrum

Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta.

Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna

Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð.

Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi

Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma.

Kjör­stjórnir í stökustu vand­ræðum víða um land

Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs.

Sam­þykkja kaup­til­boð í Tý og Ægi

Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Áfram Árborg birtir framboðslista

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg, sem er listi Pírata, Viðreisnar og Óháðra, hefur birt lista til sveitarstjórnarkosninga í Árborg árið 2022.

Blása til mjög ó­hefð­bundinna mót­mæla í Hval­firði

Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á.

Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða

Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða.

Salan á Ís­lands­banka beri aug­ljós ein­kenni spillingar

„Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö höldum við áfram með fréttir af síðasta útboði á Íslandsbanka en gagnrýnisraddir aukast eftir því sem meira kemur fram um söluna.

Óæskilegt ef minni fjár­festar seldu beint eftir út­boð

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40% af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði. Við ræðum við framkvæmdastjóra Brúar lífeyrissjóðs sem segist hafa viljað fá stærri úthlutun því fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum

Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar.

Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu

Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands.

Árs fangelsi fyrir í­trekuð brot gegn sam­býlis­konu og stjúp­dóttur

Karlmaður var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar, fyrir að hafa ítrekað ógnað lífi þeirra og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn hlýtur dóm fyrir brot gegn mæðgunum.

Rjóma­tertuslagurinn hörmu­­legur en skemmti­­legur

Barnamenningarhátíð í Reykjavík náði hápunkti í dag en fjöldi viðburða voru haldnir um bæ allan. Í Norræna húsinu fengu börn að setja sig í hlutverk fullorðna fólksins og hin hefðbundnu hlutverk snerust við.

Fram­boðs­listi Pírata í Ísa­fjarðar­bæ

Pétur Óli Þorvaldsson bóksali leiðir lista Pírata í Ísafjarðarbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar nú í vor. Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetuþjónustu og í þriðja sæti er Herbert Snorrason sagnfræðingur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð tvö og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá fundi á Austurvelli í dag þar sem fólk kom sama til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Þá segjum við frá gríðarmiklum eldsvoða sem varð í Endurvinnslustöð hjá Íslenska Gámafélaginu við Helguvík í dag. 

Sjá næstu 50 fréttir