Innlent

Rigning með köflum sunnan­lands en bjart fyrir norðan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er vonandi ekki langt í vorið.
Það er vonandi ekki langt í vorið. Vísir/Vilhelm.

Hæglætis veður verður víðast hvar á landinu í dag. Reikna má með dálítilli rigningu suðaustanlands og lítilsháttar éljum fyrir austan, en annars bjartviðri

Suðaustlægar áttir ráða ríkjum á sunnanverður landinu. Því fylgir kaldi eða strekkingur og dálítil væta.

Rignir víða um land á morgun, en þurrt að mestu norðaustanlands og hlýnandi veður í bili. Áfram verða suðlægar áttir um páskahelgina og dálítil væta, einkum sunnan og vestan til, en fer að kólna smám saman, fyrst á Vesturlandi.

Eftir helgi er von á norðaustanáttum og mun þá kólna enn frekar.

Samgöngur um páskahelgina ættu þó að vera með skásta móti og víða verður ágætisútivistarveður að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt, 5-10 m/s og 10-15 syðst. Dálítil rigning suðaustanlands og lítilsháttar él fyrir austan, en annars bjartviðri. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust við sjóinn. Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum sunnanlands í dag, en víða bjart fyrir norðan og hiti 1 til 12 stig, hlýjast suðvestan til. Suðaustan 8-15 og víða rigning á morgun, en þurrt að mestu norðaustan til. Hiti 6 til 11 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðaustan 10-18 m/s og víða rigning, talsverð á Suðausturlandi, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á föstudag:

Suðaustan 8-15 m/s og rigningu í fyrstu, síðan skúrir, en styttir upp austanlands. Áfram úrkomulítið á Norðurlandi, en fer að rigna vestast um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig.

Á laugardag:

Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Milt veður.

Á sunnudag:

Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Heldur kólnandi veður og líkur á vægu frosti um kvöldið.

Á mánudag:

Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Dálítil væta við austurströndina, skýjað fyrir norðan, en annars bjart með köflum. Milt veður fyrir sunnan, en annars fremur svalt.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðaustlæg átt og dálítil él, en bjartviðri sunnan heiða. Svalt í veðri.


Tengdar fréttir

Stefnir í úrkomumet í Reykjavík

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×