Innlent

Rjóma­tertuslagurinn hörmu­­legur en skemmti­­legur

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa

Barnamenningarhátíð í Reykjavík náði hápunkti í dag en fjöldi viðburða voru haldnir um bæ allan. Í Norræna húsinu fengu börn að setja sig í hlutverk fullorðna fólksins og hin hefðbundnu hlutverk snerust við.

Börn á viðburðinum Barnabarinn í Norræna húsinu buðu fullorðnum til að mynda í klippingu, einhverjir fengu pössun og enn öðrum voru lagðar lífsreglurnar; eitthvað sem almennt væri partur af hlutverki fullorðinna.

„Við erum búin að vera að klippa og gera tattú. Svo fórum við í rjómatertuslag og það endaði með slummu í hárinu á mér,“ segir einn hress þáttakandi á Barnabarnum. „Það var líka pössunarherbergi og rjómatertuslagur, það var algjör hörmung en mjög skemmtileg, bætir önnur við.“

Þið voruð að klippa hár á fullorðnu fólki, vildu margir koma í klippingu?

„Já, það gekk mjög vel. Við vorum aðallega í því að klippa enda og gera hárgreiðslur, segir ein og aðrir taka hressir í sama streng.“

Hvernig gekk að passa?

„Við vorum mest að passa fullorðna en það komu af og til börn. Við vorum að gera hugleiðslu og svo fórum við í blöðrukassa og það var allt fullt af blöðrum.“

Lokadagur Barnamenningarhátíðar í Reykjavík er á morgun 10. apríl en dagskrá er hægt að nálgast hér.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×