Fleiri fréttir

Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar.

Tuttugasta brúðkaupið í dag klukkan 22:00 þann 22.02 2022

Þrátt fyrir leiðindaveður nýttu sér margir daginn til að láta gefa sig saman. Í Grafarvogskirkju var haldið hálfgert brúðkaupsmaraþon sem hófst á hádegi og stendur þar til í kvöld. Prestur segir dagsetninguna einstaka.

Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna

Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn.

Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður

Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt. Þær slógu hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu sem er með því mesta sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði gjöreyðilagðist.

Samræmdu prófin blásin af og óvissa um framtíð þeirra

Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu. Gert hafði verið ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Óvissa hafði verið um framkvæmd prófanna í grunnskólum landsins og hvort af þeim yrði.

Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný

Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið.

Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun

Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum.

Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið

Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna.

Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður óveðrið sem gengur yfir landið fyrirferðamikið en mikill vatnselgur kom fólki víða í vanda auk þess sem rafmagni sló út á Suðurlandi.

Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins

Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Einn á gjörgæslu

42 liggja á Landspítalanum með Covid-19. Einn er á gjörgæslu, ekki í öndunarvél.

Ó­­­lína telur smáa­­­ letrið lýsa hrapps­hætti

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs.

Hamarshöllin í Hveragerði fokin

Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.

Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“

Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 

Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“

Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 

Víða truflanir á rafmagni vegna veðurs

Veðrið sem nú gengur yfir landið hefur haft áhrif á rafmagn víða en að því er kemur fram á heimasíðu Landsnets var rafmagnslaust á Vestfjörðum, Hrútafirði, Ólafsvík, Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit á tímabili. Rafmagn er nú komið aftur á alls staðar nema í Ólafsvík.

Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins.

Lægðin í beinni

Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu.

Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum

Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 

Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“

Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 

Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun

Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum.

Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt

Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur.

Sjá næstu 50 fréttir