Fleiri fréttir

Vongóður þótt staðan sé tvísýn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%.

Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur

Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur.

Þrjár tannlæknastofur hljóta dagsektir

Þann 29. janúar 2019 tók Neytendastofa ákvarðanir um að krefja þrjár tannlæknastofur um dagsektir fyrir að hafa enn og aftur ekki brugðist við með viðeigandi úrbótum líkt og lög og reglur kveða á um.

Hratt versnandi veður fram á kvöld

Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hermann yfir sjúkraflutningum næstu vikurnar

Hermann Marinó Maggýarson hefur verið settur tímabundið í starf sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands til næstu tveggja mánaða, eða til 1. apríl 2019.

Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara.

Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti

Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins.

Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu

Formaður Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra og formenn annarra flokka eru á öndverðum meiði. 

Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi

Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna.

Skítaveður víða um land

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs en von er á hvassviðri eða stormi víða um land í dag.

Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki

Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk.

Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri

Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta.

Neitað um laun nema framvísa vegabréfi

Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt.

Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna

Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum.

Innviðagjald til skoðunar í fleiri sveitarfélögum

Innviðagjald er til skoðunar í fleiri sveitarfélögum en í Reykjavík segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viðlíka gjald er innheimt í Urriðaholti í Garðabæ en hvorki í Hafnarfirði né Kópavogi.

„Við höfum nú þegar tvær úr þessum hóp reynt að leggja fram kæru“

Það hefur borið lítinn árangur til þessa að leggja fram kæru á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni og þess vegna hafa konur brugðið á það ráð að lýsa reynslu sinni opinberlega. Þetta segir ein þeirra tuttugu og þriggja kvenna sem birtu sögur sínar af meintum kynferðisbrotum og áreiti af hálfu Jóns Baldvins á bloggsíðu í morgun.

Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu.

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá máli þar sem koma átti í veg fyrir að greiða útlendingi laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina.

Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt

Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna.

Sjá næstu 50 fréttir