Fleiri fréttir

Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp

Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni.

Moka jarðvegi yfir eldinn á Álfsnesi

Töluverður eldur logar nú á urðunarstaðnum á Álfsnesi en eldurinn blossaði upp í morgun eftir að hann hafði kraumað í dekkjakurli um helgina.

Snjókoma og versnandi skyggni

Það munu skil nálgast landið úr suðvestri í dag með vaxandi suðaustan átt, snjókomu og versnandi skyggni að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Leita Katalónskumælandi Íslendinga

Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandi segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða.

Byltingarkennd meðferð við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum

Allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af augnþurrki en meðal þess sem veldur þurrkinum er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir þeir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata.

Vorverkin í sveitinni í janúar

Bændur á Suðurlandi eru farnir að vinna vorverkin vegna góðrar tíðar síðustu vikurnar. Á bænum Sólheimum í Hrunamannahreppi er t.d. verið að girða en ekkert frost er í jörðu.

Samstöðuvaka fyrir dýrin við sláturhús SS á Selfossi

Samstöðuvaka var haldin við sláturhúsið á Selfossi í dag fyrir dýrini sem slátrað er í húsinu. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi.

Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri

Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál.

Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði

Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra.

Ánægðir Sýrlendingar á Selfossi

Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi sem hefur búið á Selfoss í tvö ár er alsæl með lífið og tilveruna í bæjarfélaginu.

Sjá næstu 50 fréttir