Innlent

Áreitti konur sem stóðu í röð fyrir utan skemmtistað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Karlmaður var handtekinn í nótt grunaður um að hafa áreitt konur sem stóðu í röð fyrir utan skemmtistað. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint.
Karlmaður var handtekinn í nótt grunaður um að hafa áreitt konur sem stóðu í röð fyrir utan skemmtistað. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty
Karlmaður var handtekinn laust fyrir hálf þrjú í nótt fyrir að hafa áreitt konur sem stóðu í röð fyrir utan skemmtistað í miðbænum. 

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Laust fyrir klukkan tvö í nótt voru fjórir karlmenn handteknir grunaðir um að hafa gert tilraun til þess að brjótast inn í fyrirtæki í Kópavogi.

Klukkan hálf sjö var lögreglu tilkynnt um mann sem væri í annarlegu ástandi að veitast að fólki. Lögregla fann manninn og vistaði hann í fangaklefa vegna gruns um að hafa jafnvel fleiri afbrot á samviskunni.

Laust fyrir klukkan tíu í gær fundu lögreglufulltrúar kannabisræktun í heimahúsi í miðbænum en einn var handtekinn vegna málsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en auk þeirra útkalla sem talin hafa verið upp var einnig talsvert um mál sem varða akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis í nótt, einkum í Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×