Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fræðumst við um augnþurrk en allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af slíkum þurrki. Meðal þess sem veldur er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata.

Við hittum einnig mann sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær. Maðurinn hafði búið í hjólhýsinu um árabil en hann missti allt sitt í brunanum.

Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggann í Nauthólsvík, hins vegar vera frávik. Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara.

Við kíkjum einnig á samstöðuvakt sem var við Sláturfélag Suðurlands í dag en þar mótmælti fólk slátrun dýra. Þá hittum við hressa bændur sem eru farnir að sinna vorverkunum nú í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×