Fleiri fréttir

Unglingar beðnir um ögrandi myndir

Umfang sendinga á nektar- og ögrandi myndum meðal elstu nemenda grunnskóla var nýverið kannað. Um fjórðungur nemenda tíunda bekkjar hefur sent slíkar myndir.

Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs

Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jóla­bónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur.

Forviða á hugmyndum um niðurskurð til Rannsóknasjóðs

Forseti Vísindafélags Íslendinga er hissa á fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til Rannsóknasjóðs. Prófessor við læknadeild HÍ og stofnandi lyfjaþróunarfyrirtækis segir að án styrkja hefði ekkert orðið af fyrirtæki sínu.

Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar

Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds.

Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis

Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu

Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti

Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína.

Katrín þiggur boð Bernie Sanders

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forseti Alþingis bað í dag þjóðina afsökunar á hegðun sex þingmanna sem gerðust uppvísir að óráðshjali um konur, fatlaða og hinsegin fólk utan veggja þinghússins í nóvember. Forseti staðfesti að atvikið hafi gerst þegar þingfundur stóð yfir. Forsætisnefnd ákvað í dag að hefja skoðun á hegðun og framkomu þingmannanna, sem náðist á upptöku og er þetta í fyrsta skipti sem siðanefnd er virkjuð vegna svona máls.

Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.

Miðflokkurinn stillir saman strengi sína

Þangað voru mættir formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og Anna Kolbrún Árnadóttir, nýskipaður formaður þingflokksins. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson voru fjarri góðu gamni enda komnir í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma.

Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér

Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara.

Anna Kolbrún enn undir feldi

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og starfandi þingflokksformaður, segist enn vera að hugsa stöðu sína sem þingmaður.

Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka

Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag.

Stefnir í 18 stiga frost

Norðanáttin er loksins að gefa eftir og élin sem hafa dunið á norðanverðu landinu fara minnkandi í dag

Játuðu að hafa notað fölsuð vegabréf

Þrír erlendir ríkisborgarar voru fyrir helgi dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, brot gegn lögum um útlendinga og brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ

Háskóli Íslands heiðraði nýdoktora með áttunda árið í röð. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við skólann og frá upphafi hafa á sjöunda hundrað nemenda lokið doktorsnámi við hann. Stór hluti hópsins er af erlendu ber

Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs

Á sjöunda tug hafa látist eða slasast í slysum sem má rekja til fíkniefnaaksturs fyrstu átta mánuði ársins. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir þetta knýjandi verkefni sem samfélagið þurfi að taka á.

Sjá næstu 50 fréttir