Innlent

Snjódýptarmetið slegið á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Akureyri í dag og eins og sést er ekki lítið af snjó í þessum garði.
Myndin er tekin á Akureyri í dag og eins og sést er ekki lítið af snjó í þessum garði. tpt
Snjó hefur kyngt niður á Akureyri og víðar á Norðurlandi síðustu daga.

Verulega bætti í snjóinn í nótt eða svo mjög að snjódýptarmetið fyrir desember var slegið á Akureyri í morgun að því er fram kemur á bloggi Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Mældist snjódýptin þá 105 sentímetrar.

Á bloggi sínu segir Trausti að gamla metið hafi verið frá árinu 1965 en þá mældist snjódýptin 100 sentímetrar. Reglulegar snjódýptarmælingar hófust það sama ár.

Trausti bendir þó á að það verði að hafa í huga að snjódýptarmælingar séu mjög ónákvæmar og að nýju metin séu innan óvissumarka ofan við eldri met.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun ekki bæta mikið í snjóinn á Akureyri næstu daga en í kvöld fer að snjóa á vestanverðu landinu.


Tengdar fréttir

Stefnir í 18 stiga frost

Norðanáttin er loksins að gefa eftir og élin sem hafa dunið á norðanverðu landinu fara minnkandi í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×