Innlent

Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir að Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu fyrir flokkinn.

Komið hefur fram að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru komnir í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursupptakanna svokölluðu. Áttu þeir mörg ummæli á upptökunum um kollega sína í stjórnmálum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir voru hins vegar líka viðstödd á Klaustur bar þann 20. nóvember þegar upptakan var gerð. Aðspurður um framtíð þeirra tveggja innan þingflokksins segir Þorsteinn að þau hafi fullan stuðning.

„Við verðum bara að sjá til hvernig framtíðin spilast.“

Ummælin forkastanleg

Hann segist ekki hafa getað fylgst með fréttum í morgun og því ekki heyrt upptökuna af því þegar Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi samflokkskona hans, var til umræðu.

„Það er löngu nóg komið af þessum ummælum sem þarna komu fram. Þau eru forkastanleg og það er enginn sem hefur uppi varnartilburði út af þeim,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu.

Þorsteinn segir að forysta flokksins hafi verið í góðu sambandi við grasrótina.

Auðvitað er fólk, hvað á ég að segja, felmtri slegið yfir þessu eins og allir. Það eru allir náttúrulega sorgmæddir yfir svona ummælum sem falla og þau eru forkastanlegt og enginn maður ætti að hafa uppi varnartilburði út af þeim.“


Tengdar fréttir

Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt

Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×