Innlent

Dómari sem ógilti tilskipun Trumps í innflytjendamáli dæmir í máli Jóhanns Helgasonar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jóhann Helgason tónlistarmaður.
Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Anton Brink
Dolly M. Gee, sem ógilti tilskipun Donalds Trump í innflytjendamálum í sumar, hefur verið skipuð dómari í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar í Los Angeles.

Gee er fyrsta konan af kínversku foreldri í Bandaríkjunum sem gegnir dómaraembætti þar í landi.

Fjallað var um Gee í New York Times í júní í sumar eftir að ljóst varð að hún myndi dæma í máli Bandaríkjastjórnar sem vildi herða á reglum um innflytjendur með tilskipun frá Trump forseta. 



Dolly M. Gee er dómari í máli um meintan stuld á lagi Jóhanns Helgasonar.
Óskaði Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, eftir undanþágu frá þeirri reglu að ekki mætti hafa ólöglegar innflytjendafjölskyldur í haldi lengur en í tuttugu daga.

New York Times benti á að ef eitthvað væri að marka fyrri dóma Gees í innflytjendamálum yrði málið torsótt fyrir ríkisstjórnina. Og það gekk eftir því Gee felldi tilskipunina úr gildi. Sagði hún enga ástæðu til umræddra breytinga og benti á að ef gera ætti slíkar breytingar yrði það að vera á vettvangi löggjafarvaldsins.

„Dolly M. Gee dómari hefur kallað meðferðina á börnum innflytjenda í haldi skammarlega,“ segir New York Times. „Hún hefur sakað alríkisstjórnina um „hræðsluáróður“ með því að halda því fram að það væri nauðsynleg fæling fólgin í að setja innflytjendafjölskyldur í varðhald. Og þetta var í tíð Obama-stjórnarinnar.“


Tengdar fréttir

Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal

"MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×