Fleiri fréttir

Forsetahjónin seldu Neyðarkallinn

Herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón hófu árlegt söfnunarátak Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær með því að setja af stað sölu á Neyðarkallinum í Kringlunni í Reykjavík.

Mæla ekki með ferðalögum um helgina

Ekki viðrar vel til ferðalaga um helgina, þá sérstaklega til fjalla. Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun fyrir laugardaginn sem gildir fram á hádegi á sunnudag.

Fagna stefnu ASÍ

Alþýðusambandið hefur lengi haft starfsgetumat á stefnuskrá sinni sem ÖBÍ hefur mótmælt.

Vara við of löngum dögum fyrir dómi

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma.

Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi

Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 

Sjá fyrir mikinn mengunardag

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs verður líklega töluverður á höfuðborgarsvæðinu í dag ef marka má tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær.

Erfitt fyrir slökkviliðsmenn að halda aftur af sér

Slökkviliðsstjóri segir að mikið álag hafi verið á slökkviliðsmönnum þegar ljóst var að ekki væri hægt að bjarga fólkinu sem var í húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi í gær.

Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað

Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis

Heildarávinningur rafbílavæðingar bílaflotans er mikill

Talið er að raforkuþörf aukist um allt að helming með rafbílavæðingu bílaflotans hér á landi. Því fyrr sem það gerist því meiri verður þjóðhagslegur og fjárhagslegur ávinningur landsmanna samkvæmt nýrri rannsókn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bruninn á Selfossi verður ofarlega á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Þar verður einnig fjallað um byltingu í plastnotkun og rafbílavæðingu á Íslandi.

Bylting framundan í plastnotkun hér á landi

Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika.

Flugvél WOW Air snúið við vegna bilunar

Vél WOW Air á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum var snúið við skömmu eftir flugtak upp úr klukkan fjögur í dag. Ástæðan mun vera bilun í hreyfli vélarinnar.

Eldsupptök talin vera af mannavöldum

Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær.

Minnast látinna í Víkurgarði

Klukkan 18 verður helgistund í Dómkirkjunni en síðan verður gengið í Víkurgarð og ljós lögð á leiði þar.

Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum

Áttræður Eyfirðingur er ósáttur við að dráttarvél sem hann keypti að utan til að auðvelda snjómokstur á heimreiðinni sé tolluð sem golfbíll. Verðið hækkaði um hálfa milljón.

Veiðigjöld gagnrýnd eystra

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð leggjast gegn nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld.

Sjá næstu 50 fréttir