Bylting framundan í plastnotkun hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira