Innlent

„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. og hafa vaktað húsið í alla nótt og morgun.
Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. og hafa vaktað húsið í alla nótt og morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Staðfest er að tvær manneskjur voru í einbýlishúsinu sem brann við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Slökkviliðsmenn náðu að ráða niðurlögum eldsins í gærkvöldi en hafa vaktað húsið í nótt og morgun til að slökkva í glæðum.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að húsið standi enn. Ef ekki væri fyrir rannsókn málsins þá væri búið að rífa húsið. Það stendur hins vegar enn og þess vegna hafa slökkviliðsmenn vaktað það í alla nótt og morgun. Brunavarnir Árnessýslu munu afhenda lögreglunni á Suðurlandi vettvanginn þegar birtir.

Húsið var mjög gamalt að sögn Pétur og einangrað að mestu með spæni, sem hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.

„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu,“ segir Péturs en slökkviliðsmenn hafa farið upp á efri hæð hússins þar sem fólkið var.

Tveir einstaklingar voru handteknir á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru nú í haldi lögreglu. Vísir sagði frá því í gærkvöldi að ekki hefði verið hægt að ræða við fólkið sökum ástands í gærkvöldi.

Þá var einnig greint frá því á vef Vísis að manneskjurnar tvær sem voru í húsinu hefðu verið karl og kona. 

 


Tengdar fréttir

Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands

Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×