Innlent

Fagna stefnu ASÍ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Öryrkjabandalagið.
Öryrkjabandalagið. Fréttablaðið/Ernir
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) ákvað á nýafstöðnu þingi sínu að falla frá fyrri hugmyndum sínum um svokallað starfsgetumat. Nú er hins vegar lögð áhersla á aukið samstarf við öryrkja um almannatryggingakerfið. Einnig er lögð áhersla á að króna á móti krónu kerfi almannatrygginga verði afnumið.

Þetta þykir nokkurt fagnaðarefni í herbúðum Öryrkjabandalagsins. Alþýðusambandið hefur lengi haft starfsgetumat á stefnuskrá sinni sem ÖBÍ hefur mótmælt.

VR og Efling stéttarfélag hafa áður tekið undir málefni öryrkja í þessum málum og telja öryrkjar því mikinn hag í því að fá ASÍ einnig með sér í lið í hagsmunabaráttu félagsins. – sa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×