Innlent

Veiðigjöld gagnrýnd eystra

Sveinn Arnarsson skrifar
Öflug fyrirtæki í sjávarútvegi eru staðsett í Fjarðabyggð.
Öflug fyrirtæki í sjávarútvegi eru staðsett í Fjarðabyggð. Fréttablaðið/Kristín Hávarðsdóttir
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð leggjast gegn nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Í frumvarpinu eru boðaðar breytingar á veiðigjöldum og verður aukagjald lagt á uppsjávarstofna. Þessu mótmælir Fjarðabyggð harðlega og bendir á að þrjú fyrirtæki í Fjarðabyggð stundi aðallega uppsjávarveiðar.

„Sé það vilji stjórnvalda að leggja á veiðigjöld þá hlýtur það að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og ein grein sjávar­útvegs ekki tekin út sérstaklega og lögð á hana aukin gjöld umfram aðrar, að ógleymdri þeirri miklu óvissu sem nú ríkir varðandi stöðu loðnu- og makrílstofnsins,“ segir í umsögn Fjarðabyggðar sem send hefur verið alþingi vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×