Fleiri fréttir

Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala

Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara.

Börnum rænt og þau seld fyrir 55 þúsund krónur

Stjórnvöld í Kenía hafa fyrirskipað rannsókn á þjófnaði og sölu barna í kjölfar uppljóstrana BBC. Í umfjöllun BBC kom m.a. fram að börnum væri stolið eftir pöntun á opinberum spítala í Naíróbí.

Þessar breytingar taka gildi á morgun

Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu.

Hleypa Corbyn aftur í flokkinn

Jeremy Corbyn, fyrrum formanni Verkamannaflokksins, hefur verið hleypt aftur í flokkinn. Corbyn var vikið úr Verkamannaflokknum fyrir 19 dögum vegna viðbragða hans við skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins.

Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi

Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár.

Vilja jafna möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og starfsnámi

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um háskóla bíður nú umsagna í samráðsgátt stjórnvalda. Markmið frumvarpsins er að jafna möguleika framhaldsskólanema sem hafa lokið prófi af svokölluðu þriðja hæfnisþrepi í framhaldsskóla til háskólanáms.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmti hver innflytjandi á Íslandi er án atvinnu. Í kvöldfréttum ætlum við að tala við pólska konu sem notar tímann til að læra íslensku.

Hlaupari sektaður þrátt fyrir dauðsfall vinar

Ónefndur hlaupari á yfir höfði sér 65 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur eftir að hann tilkynnti að vinur hans hefði fallið til bana í ítölsku Ölpunum. 

Allt að þrettán stiga frost á morgun

Vetur konungur ætlar að minna á sig á morgun. Gera má ráð fyrir að kólni nokkuð skarpt á landinu öllu. Á morgun tekur við fallegt, stillt en sannkallað vetrarveður.

Selja olíu­vinnslu­leyfi á verndar­svæði á loka­dögum Trump sem for­seta

Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu.

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna.

Dómsmál ráðherra en ekki Lilju

Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða.

Á­rekstur í Ár­túns­brekku

Árekstur varð í Ártúnsbrekku á leið til austurs um hádegisbil í dag. Miklar biðraðir hafa myndast vegna þessa.

Klórar sér í kollinum yfir forgangsröðuninni

Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna.

Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020.

Geimfararnir komnir að Alþjóðlegu geimstöðinni

Geimferja SpaceX með fjóra geimfara innanborðs lagði að Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í nótt. Þetta var fyrsta reglulega ferð einkarekna geimferðafyrirtækisins með geimfara til geimstöðvarinnar.

Jóta skellur á Níkaragva

Fellibylurinn Jóta skall á ströndum Níkaragva í gærkvöldi, aðeins tveimur vikum eftir að annar öflugur fellibylur, Eta, gekk þar á land.

Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum

Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar.

Skólabyggingar illa ræstar og loftræstikerfin gömul

Aðstoðarskólastjóri kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld gefi út sérstakar leiðbeiningar svo skólar geti tryggt loftgæði. Lítið þurfi út af að bregða til að bakslag verði í faraldrinum.

Sjá næstu 50 fréttir