Innlent

Áfram grímuskylda í strætó þrátt fyrir vottorð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegar Strætó sem hafa fengið Covid skulu áfram bera grímur.
Farþegar Strætó sem hafa fengið Covid skulu áfram bera grímur. Vísir/vilhelm

Áfram verður grímuskylda fyrir alla farþega Strætó þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á morgun. 

Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um breytingu á grímuskyldu á þá leið að þeir sem greinst hafa með Covid-19 og lokið einangrun þurfi ekki að bera grímu, að framvísuðu vottorði. Strætó mun hins vegar ekki taka slíkt vottorð gilt.

„Til að gæta fyllsta öryggis og forðast óþarfa álag og hugsanlega árekstra um borð í vögnum verður áfram grímuskylda í Strætó. Viðskiptavinir og vagnstjórar Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verða áfram skyldaðir til að bera grímu í vagninum, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki,“ segir í tilkynningu Strætó.

Margar af verslunum landsins hafa einnig gefið út að viðskiptavinir skuli áfram bera grímur, þrátt fyrir undanþáguna sem tekur gildi á morgun. Þannig verður áfram grímuskylda í verslunum Haga og Samkaupa, auk Krónunnar og ELKO.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×