Innlent

Skólabyggingar illa ræstar og loftræstikerfin gömul

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.
Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld gefi út sérstakar leiðbeiningar svo skólar geti tryggt loftgæði. Hópsýkingin á Landakoti sé skýrasta dæmið yfir mikilvægi þess að stofnanir tryggi að loftgæði séu góð. Lítið þurfi út af að bregða til að bakslag verði í faraldrinum.

„Ég held að margar skólabyggingar í landinu séu bara eins og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar, loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða engin,“ segir Jón Pétur.

Hann bendir á að landlæknisembættið hafi hvatt fólk til að huga að loftræstingu, en að engar leiðbeiningar hafi fylgt. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir að fólk viti sjálft hvernig best sé að hátta þessum málum. Þá segir Jón Pétur það sérstaklega mikilvægt að sérstakar varúðar sé gætt nú þegar framhaldsskólarnir megi opna að nýju.

„Maður hefur aðeins áhyggjur af því að í öllum þessum kennslustundum sem eru fram undan í framhaldsskólum og grunnskólum að loftgæði séu ekki nógu góð og það gæti þá í verstu tilfellunum valdið smiti þegar menn eru lengi inni í sama rými án þess að loftræstingin sé í lagi.“

Skólastjórnendur hafi þegar lýst áhyggjum. „Þetta er einföld og ódýr aðgerð sem ætti að geta komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar verulega á að það verði eitthvað smit og að það verði bakslag í þessum sóttvörnum okkar hérna á Íslandi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×