Fleiri fréttir

Sænskir Jafnaðarmenn auka fylgi sitt í nýrri könnun

Sænski flokkarnir Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Svíþjóðardemókratar bæta allir við sig fylgi í nýrri könnun sænsku Hagstofunnar (SCB) miðað við úrslit þingkosninganna í september.

Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023 á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu.

Hætta við skattahækkunina

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu.

Þingmenn á Klaustri svara ekki

Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna.

Unglingar beðnir um ögrandi myndir

Umfang sendinga á nektar- og ögrandi myndum meðal elstu nemenda grunnskóla var nýverið kannað. Um fjórðungur nemenda tíunda bekkjar hefur sent slíkar myndir.

Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs

Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jóla­bónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur.

Forviða á hugmyndum um niðurskurð til Rannsóknasjóðs

Forseti Vísindafélags Íslendinga er hissa á fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til Rannsóknasjóðs. Prófessor við læknadeild HÍ og stofnandi lyfjaþróunarfyrirtækis segir að án styrkja hefði ekkert orðið af fyrirtæki sínu.

Macron er í töluverðu klandri

Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina.

Uppfylla skilyrði friðarviðræðna

Hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða í styrjöldinni gegn Hútum í Jemen samþykkti í gær að særðir hermenn Húta fengju að yfirgefa landið til þess að leita læknisaðstoðar.

Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar

Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds.

Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis

Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu

Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti

Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína.

Katrín þiggur boð Bernie Sanders

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forseti Alþingis bað í dag þjóðina afsökunar á hegðun sex þingmanna sem gerðust uppvísir að óráðshjali um konur, fatlaða og hinsegin fólk utan veggja þinghússins í nóvember. Forseti staðfesti að atvikið hafi gerst þegar þingfundur stóð yfir. Forsætisnefnd ákvað í dag að hefja skoðun á hegðun og framkomu þingmannanna, sem náðist á upptöku og er þetta í fyrsta skipti sem siðanefnd er virkjuð vegna svona máls.

Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.

Miðflokkurinn stillir saman strengi sína

Þangað voru mættir formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og Anna Kolbrún Árnadóttir, nýskipaður formaður þingflokksins. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson voru fjarri góðu gamni enda komnir í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma.

Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku

Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve.

Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu

Geimfarið mun hringsóla um smástirnið þar til það snertir yfirborðið og safnar sýnum árið 2020. Þremur árum síðar á það að skila sýnunum til jarðar.

Sjá næstu 50 fréttir