Erlent

Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá ára­tugi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fuglahirðirinn Chris O'Donnell ásamt Ernie sem er að hætta störfum.
Fuglahirðirinn Chris O'Donnell ásamt Ernie sem er að hætta störfum.

Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum.

Earnie hefur undanfarin þrjátíu ár flogið tvisvar á dag fyrir gesti Warwick-kastala þeim til skemmtunar. Nú er tími til kominn að hann fái sína hvíld.

„Stundum eru allt að tíu þúsund manns hér. Þetta er magnaður staður. Ernie vill eflaust búa við frið og ró í nokkur ár,“ sagði Chris O'Donnell, fuglahirðir í Warwick-kastala.

Ernie sem er af tegund afrískra Verreaux-úfa flaug yfir kastalann í hinsta sinn um helgina áður en hann rétti arftaka sínum, Bernie, keflið. 

Milljónir manna hafa séð Ernie hringsóla yfir Warwick á þessum árum, sumir oft. Til að mynda hafði einn gestanna sem sá Ernie fljúga í síðasta sinn í dag séð hann fyrir ellefu árum.

Hér má sjá Ernie taka á loft.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×